
Mikil stemning ríkti á kvikmyndakvöldi Eflingar í Bíó Paradís 25. nóvember síðastliðinn þegar Eflingarfélagar flykktust á spænsku gamanmyndina El buen patrón eða Góða stjórnandann.
Það mátti heyra hlátrasköll í salnum yfir myndinni en hún fjallar um eiganda verksmiðju sem á í töluverðum erfiðleikum. Á sama tíma stendur til að veita fyrirtækinu verðlaun fyrir árangur í rekstri en óvænt atvik setja allt upp í háaloft.
El buen patrón var framlag Spánar til Óskarsverðlaunanna árið 2022 og hlaut 20 tilnefningar til Goya verðlaunanna. Myndin fékk sex verðlaun, þar á meðal sem besta kvikmynd ársins. Javier Bardem fer með aðalhlutverkið og var myndin valin besta gamanmynd ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2022.
Meðfylgjandi eru myndir frá viðburðinum.




