
Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs Eflingar stéttarfélags til stjórnar félagsins fyrir kjörtímabilið 2026 til 2028 telst sjálfkjörinn. Þetta varð ljóst nú á hádegi, 26. janúar 2026, þar eð ekki var skilað inn öðrum framboðslistum. Ný stjórn tekur því við á aðalfundi 26. mars næstkomandi.
Sólveig Anna Jónsdóttir verður því áfram formaður Eflingar næstu tvö árin. Hún segist gleðjast yfir því að njóta trausts félaga sinna og hlakka til áframhaldandi starfs á vettvangi Eflingar.
„Stjórn Eflingar er samheldin, öguð og baráttuglöð. Markmið okkar er hið sama og verið hefur, að félagið sé fremst í flokki í kjarabaráttu verkafólks á Íslandi,“ segir Sólveig Anna.
Um er að ræða formann félagsins og gjaldkera, ásamt sex meðstjórnendum. Auk þess voru skipaðir tveir skoðunarmenn reikninga ásamt einum varamanni. Aðrir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára á síðasta ári.
Stjórn Eflingar sem nú var kjörin er eftirfarandi:
Formaður: Sólveig Anna Jónsdóttir
Gjaldkeri: Michael Bragi Whalley
Meðstjórnendur:
Greta Íris Karlsdóttir
Hjördís Bech Ásgeirsdóttir
Hlynur Gauti Ómarsson
Mary Jane Gonzales Munoz
Rögnvaldur Ómar Reynisson
Sæþór Benjamín Randalsson
Skoðunarmenn reikninga:
Aðalmenn:
Bozena Bronislawa Raczkowska
Valtýr Björn Thors
Varamaður:
Jóhannes Sævar Soffíuson