Almenn námskeið
Almenn námskeið hjá Félagsmálaskóla alþýðu
Félagsmálaskóli alþýðu býður upp á fjölda opinna námskeiða gegn vægu gjaldi. Félagsmenn Eflingar geta sótt um einstaklingsstyrk vegna námskeiðanna í fræðslusjóðum Eflingar.
Námskeiðin eru kennd á íslensku.
Félagsörvun
Markmið námskeiðsins er efla þátttakendur í daglegu lífi og starfi og þjálfa færni þeirra í að ná árangri sem einstaklingar og hluti af hópi.
Kennt: 23. september til 26. september, kl. 9:00–13:00.
Umhverfismál 101
Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir þátttakendum helstu hugtök og þau umfjöllunarefni sem fjallað er um í tengslum við loftlagsbreytingar, umhverfismál, vinnumarkaðinn og einstaklinga sem neytendur.
Kennt: 6. október, kl. 9:00–13:00.
Skiptir máli hvað við gerum? – Hugsum upp á nýtt
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur endurhugsi og endurskoði kauphegðun og neyslumynstur sitt og velti fyrir sér þeim áhrifum sem einstaklingar og hegðun þeirra hefur óhjákvæmilega á umhverfið og náttúruna.
Kennt: 12. nóvember, kl. 9:00–12:00.
Skráningu og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.felagsmalaskoli.is
Styrktu samfélagsmiðlafærni þína
Efling býður félagsmönnum sínum, 50 ára og eldri, í samstarfi við Mími að styrkja samfélagsmiðlafærni sína og taka þátt í Nordplus verkefninu Be-digital. Námskeiðið nýtist mörgum félögum Eflingar þar sem það getur styrkt stöðu þeirra á vinnumarkaði sem tekur sífelldum breytingum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar.
Um fimmtán klukkustunda námskeið er að ræða þar sem tæpt verður á því helsta í notkun samfélagsmiðla í atvinnu og einkalífi. Helstu tegundir samfélagsmiðla verða kynntar og markmið með notkun þeirra. Námskeiðið verður haldið í október og nóvember og fá nokkrir heppnir þátttakendur tækifæri til að fara til Riga í Lettlandi í tengslum við Nordplus námskeiðið ef aðstæður í samfélaginu leyfa.
Nánari upplýsingar veitir Fríða Rós Valdimarsdóttir, teymisstjóri fræðslumála hjá Eflingu.
Til að sækja um þátttöku í námskeiðinu sendið póst á efling@efling.is eða hringið í síma 510 7500.
Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.