DROP-INN

– Alla fimmtudaga kl. 10:00–12:00

Ef þú ert í atvinnuleit, átt frí úr vinnu eða ert af öðrum ástæðum laus við gæti Drop-INN verið eitthvað fyrir þig. Vegna hertra reglna um samkomur verður öllum viðburðum Dropans streymt á Facebook síðu Eflingar og verða eingöngu á netinu

Eflingarfélagar eru hvattir til að nýta sér þessa spennandi dagskrá. Fræðslan fer fram á íslensku með textaþýðingu á ensku.

17. september – Ertu í atvinnuleit?
Ingibjörg Ebba Björnsdóttir, ráðgjafi VIRK hjá Eflingu, gefur góð ráð um atvinnuleit, fjallar um réttindi atvinnuleitenda og svarar spurningum er snerta fólk í atvinnuleit.

24. september – Seigla
Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP), fjallar um gildi seiglu þegar á móti blæs.

1. október – Sjálfsumhyggja
Helga Arnardóttir, félags- og heilsusálfræðingur, fjallar um leiðir til sjálfsumhyggju.

8. október – Heimur batnandi fer
Ásgeir Jónsson, ráðgjafi, beinir sjónum sínum að því jákvæða og uppbyggilega í umhverfinu í fyrirlestri undir yfirskriftinni Heimur batnandi fer.

15. október – Hversdags jóga
Alicja Natalia Wacowska, jógakennari, leiðir gesti í auðveldu hversdagsjóga.

22. október – Réttindi leigjenda
Þau Einar Bjarni Einarsson og Kolbrún Arnar Villadsen lögfræðingar Neytendasamtakana munu fræða okkur um málið.

29. október – Sjálfboðaliðastarf hjá Rauða krossinum
Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir frá sjálfboðaliðaverkefnum Rauða krossins. Í atvinnuleit getur verið gott að sinna sjálfboðaliðastörfum til að halda rútínu, gefa af sér og öðlast reynslu.

5. nóvember – Er hægt að stofna til eigin reksturs með litlum tilkostnaði?
Sigurður Steingrímsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, fer yfir leiðir til að stofnun eigin reksturs.

12. nóvember – Erum við að sofa nógu vel?
Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, segir okkur frá mikilvægi svefns og hvað ber að hafa í huga til að bæta svefn okkar.

19. nóvember – Allt sem þú þarft að vita um hlutdeildarlán
Í fyrirlestrinum um lánið verður farið yfir hvað hlutdeildarlán er og hver tilgangur þess sé. Farið verður yfir hvaða skilyrði umsækjandi þarf að uppfylla til þess að eiga kost á hlutdeildarláni t.a.m. laun og eignir. Fyrirlesari er Rún Knútsdóttir lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

26. nóvember – Hamingja hversdagsins
Hrefna Hugósdóttir, hjúkrunarfræðingur ætlar að fjalla um hamingjuna og svara spurningum eins og hvað segja rannsóknir um fyrirbærið? Er hægt að auka hamingju? Hver eru fyrstu skrefin í átt að betri líðan?

Framhald verður birt síðar.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere