Select Page

Grunnmenntaskóli

Námið hefur reynst mikil lyftistöng fyrir fólk með stutta skólagöngu að baki. Lögð er megináhersla á nám í grunni helstu námsgreina, hlýlegt andrúmsloft í skólanum og nám án prófa. Skólatíminn er um 300 klukkustundir.

Markmið námsins er að auka hæfni til starfs og náms með því að styrkja grunninn, efla sjálfstraust og samskiptahæfni og þjálfa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Þá er lögð áhersla á að skapa gott og hlýlegt andrúmsloft þar sem nemendur taka virkan þátt.

Kennslan er einstaklingsbundin og miðast við þarfir og getu hvers og eins. Helstu námsgreinar eru: íslenska, enska, stærðfræði og tölvur. Mikil áhersla er lögð á að tengja tölvukennslu við kennslu í öðrum greinum m.a. með verkefnavinnu. Einnig er farið í sjálfstyrkingu, samskipti og veitt náms- og starfsráðgjöf. Allt námið er miðað við að þátttakendur hafi ekki farið í frekara nám að loknum grunnskóla eða langur tími sé liðinn frá því að þeir sátu síðast á skólabekk.

Námið í Grunnmenntaskólanum er einstaklingsbundið nám án prófa. Fyrir liggur samþykki menntamálaráðuneytisins á því að meta námið til eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnmenntaskóli byrjar 5. september og lýkur 27. nóvember 2018. Kennt er alla virka daga frá kl. 8:30–12:10.

Kennsla fer fram hjá Mími að Höfðabakka 9. Skráning er á http://www.mimir.is/ eða í síma 580 1800.

Hægt er að sækja um styrk hjá fræðslusjóðum Eflingar fyrir skólagjöldum.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere