Select Page

Heimsmet í skerðingum?

Í nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar og Stefáns Andra Stefánssonar fyrir Eflingu-stéttarfélag, Kjör lífeyrisþega – Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða í mótun tekna, kemur fram að skerðingar í almannatryggingakerfinu á Íslandi séu óhóflegar og fari nærri því að vera heimsmet. Miklar skerðingar koma meðal annars fram í því að útgjöld hins opinbera vegna lífeyrisgreiðslna eru óvenju lág eða þau fimmtu lægstu meðal OECD-ríkjanna. Önnur afleiðing er að á bilinu 25 til 50% íslenskra lífeyrisþega glíma við lágtekjuvanda, eftir því hvar lágtekjumörkin eru dregin.

Lesa skýrslu

Ítarefni og umfjöllun í fjölmiðlum

Rannsókn á íslenska lífeyriskerfinu

Erindi Stefáns Ólafssonar á trúnaðarráðsfundi Eflingar 8. apríl 2021

Kynning Stefáns Ólafssonar á Kjaraþingi ÖBÍ

Finnur Birgisson skrifar umfjöllun um nýja skýrslu um kjör lífeyrisþega á kjarninn.is

Ísland sagt eiga heimsmet í bótaskerðingum á ruv.is

Fréttavaktin – Stefán Ólafsson í viðtali hjá Sigmundi Erni

Óviðunandi heimsmet í skerðingum – Guðmundur Ingi Kristinsson

Ævintýralegar skerðingar á kjörum lífeyrisþega – Stefán Ólafsson á Sprengisandi

Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara – Helgi Pétursson, nýkjörinn formaður Félags eldri borgara í bítinu

Helgi Pétursson, formaður LEB í Kastljósi 31.05.2021

Á Ísland heimsmet í skerðingum? Hér á landi eru 71% af bótum og lífeyri með tekjutengdar skerðingar, en aðeins 13% í Danmörku, 10% í Finnlandi og 9% í Svíþjóð. Þetta er með því allra hæsta í heimi. Svona skerðingar eiga ekki heima í norrænu velferðarsamfélagi!

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere