Efling býður meðlimum trúnaðarráðs og samninganefndar á jólahlaðborð á Grand Hóteli þann 15. desember kl. 18:30. Dagskrá kvöldsins verður þannig að byrjað verður á að halda síðasta trúnaðarráðsfund ársins, svo verður borðhald og að lokum verður jólabingó.
Bingóstjórar kvöldins verða þeir Helgi Jean Claessen og Hjálmar Örn Jóhannesson sem halda úti hinu vinsæla hlaðvarpi Hæ Hæ. Þeir félagar stjórnuðu einnig Jólabingói Eflingar í fyrra við góðan orðstír. Spennandi vinningar verða í boði.