Stytting vinnutímans – nýtt vinnufyrirkomulag starfsfólks í vaktavinnu

Reglur um styttingu vinnutímans hjá starfsfólki í vaktavinnu geta virkað flóknar fyrir marga og erfitt að útfæra þær.

Á þessu námskeiði verður farið í helstu ákvæði kjarasamninga sem snerta starfsfólk í vaktavinnu og styttingu vinnutímans, formlegt ferli og útfærslu.

Í þessu námskeiði verður sérstaklega hugað að fyrirkomulagi vaktavinnustaða og hvernig hægt er að útfæra styttingu vinnutímans án þess að skerða þjónustu vinnustaða og ganga á réttindi eða skyldur starfsmanna.

Leiðbeinandi er Ragnar Ólason, aðstoðarframkvæmdastjóri Eflingar og sérfræðingur um styttingu vinnutímans.

Kennt: 23. september 2021 kl. 9.00-12.00

Kennsla fer fram í Guðrúnartúni 1

Verð: 11.000 kr.

Námskeiðið eru kennt á íslensku og er öllum opið. Trúnaðarmenn geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Félagsmenn geta sótt um einstaklingsstyrk vegna námskeiðanna í fræðslusjóðum Eflingar.

Skráningu og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.felagsmalaskoli.is

Námskeið á dagskrá