Sumarhús óskast

30. 11, 2009

Við erum að undirbúa SUMARIÐ 2010

Ert þú með góða hugmynd um afþreyingu í sumarorlofi?

Viltu leigja orlofsíbúð eða orlofshús á spennandi stað?

Efling stéttarfélag leitar að skemmtilegum hugmyndum eða tillögum um nýmæli í orlofs- og afþreyingu tengda orlofsmálum.

Félagið leitar einnig eftir orlofsíbúðum og húsum til leigu fyrir félagsmenn sína sumarið 2010.

Við munum leitast við að skoða allar tillögur og hugmyndir sem fram koma, í minni og stærri byggðarlögum víðs vegar um land sem og stök sumarhús.

Eignirnar þurfa að vera vel búnar og uppfylla kröfur um góðan húsbúnað.

Leigusali þarf að sjá um vikulegt eftirliti á leigutímanum.

Leigutíminn getur verið 4 til 13 vikur á tímabilinu 28. maí til 27. ágúst 2010.

Hugmyndir og upplýsingar um eignir skal senda á póstföngin  sveinni@efling.is og  olofb@efling.is fyrir 10. desember n.k.

Þar þarf að koma fram stærð eignar og staðsetning, fjöldi gistirýma og verðhugmynd.

Efling-stéttarfélag er annað fjölmennasta stéttarfélag landsins með um 20000 félagsmenn sem starfa á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins. Félagið rekur 51 orlofshús og íbúðir um allt land en leitar nú eftir fjölbreyttari kostum í orlofsmálum félagsmanna hér innanlands vegna mikillar aðsóknar að þessar þjónustu.