Sumarhús

Efling-stéttarfélag býður félagsmönnum upp á mikla möguleika á fjölbreyttri orlofsdvöl í húsum og íbúðum Eflingar. Orlofssjóður Eflingar-stéttarfélags á nú og rekur fimmtíu og tvö sumarhús og eru húsin staðsett víðs vegar um landið, góð og vel búin heilsárshús og til notkunar fyrir félagsmenn allan ársins hring. Mikil ásókn er í húsin, sérstaklega á sumrin og eru þau þá alla jafna fullnýtt og mikil umframeftirspurn. Aukin ásókn hefur verið í að nýta húsin að vetri til síðustu árin og eru þau nú jöfnum höndum í notkun um helgar og í miðri viku á vetrartímanum.

 

Upplýsingar um orlofshúsin má sjá hér til hliðar. Eins má sjá fleiri möguleika sem félagsmenn geta nýtt sér í gegnum orlofssjóðinn í flipanum Kort og afslættir undir orlofsvefnum.

Félagsmenn geta haft samband við skrifstofu félagins í s. 510 7500 eða sent tölvupóst á orlof@efling.is vanti þeim frekari upplýsingar eða aðstoð.

Vetrarbókanir hefjast 16. ágúst kl. 8.15 og verður opnað fyrir bókanir fram að jólum. Vetrartímabilið hefst föstudaginn 31. ágúst og þá er hægt að bóka bæði helgar- og vikuleigu. Hægt er að bóka hús inn á bókunarvefnum, símleiðis eða senda fyrirspurnir á orlof@efling.is

Bókanir yfir jól og áramót hefjast 10. september kl. 8:15.
Aðeins vikuleiga í boði; yfir jól: 21.12-28.12.2018, eða yfir áramót: 28.12.2018-04.01.2019.
Fyrstur bókar fyrstur fær.