Sumarhús

 

Efling-stéttarfélag býður félagsmönnum upp á mikla möguleika á fjölbreyttri orlofsdvöl í húsum og íbúðum Eflingar. Orlofssjóður Eflingar-stéttarfélags á nú og rekur fimmtíu og tvö sumarhús og eru húsin staðsett víðs vegar um landið, góð og vel búin heilsárshús og til notkunar fyrir félagsmenn allan ársins hring. Mikil ásókn er í húsin, sérstaklega á sumrin og eru þau þá alla jafna fullnýtt og mikil umframeftirspurn. Aukin ásókn hefur verið í að nýta húsin að vetri til síðustu árin og eru þau nú jöfnum höndum í notkun um helgar og í miðri viku á vetrartímanum.

Upplýsingar um orlofshúsin má sjá hér til hliðar. Eins má sjá fleiri möguleika sem félagsmenn geta nýtt sér í gegnum orlofssjóðinn í flipanum Kort og afslættir undir orlofsvefnum. 

Félagsmenn geta haft samband við skrifstofu félagins í s. 510 7500 eða sent tölvupóst á orlofssjodur@efling.is vanti þeim frekari upplýsingar eða aðstoð.

Sumarúthlutun 2018

Sótt er um rafrænt á bókunarvefnum. , undir liðnum umsóknir, og er umsóknarferlið sem hér segir:

Umsóknartímabil hefst 1. mars

Umsóknartímabili lýkur 22. mars

Úthlutun er 26. mars

Greiðslufrestur er til 5. apríl

Félagsmenn sem eiga 200 punkta og meira geta sótt um og verður aðeins úthlutað einu sinni. Kerfið raðar umsóknum eftir punktaröð umsækjenda, og því hafa þeir forgang sem flesta punkta eiga og hafa greitt lengst til orlofssjóðs.

Athugið að þegar niðurstaða úthlutunar liggur fyrir verða svör send með tölvupósti, og því er mikilvægt fyrir umsækjendur að gefa upp netföng, eða uppfæra þau á bókunarvef ef við á, undir liðnum stillingar.


Eftir það verður opnað fyrir bókanir á vefnum í skrefum, í þau hús sem laus eru eftir úthlutun:

  • Opið fyrir bókanir í 3 daga fyrir þá sem eiga 100 punkta og meira, 9. – 12. apríl. Ganga þarf frá greiðslu strax.
  • Opið fyrir bókanir í 3 daga fyrir þá sem eiga 1 punkt og meira, 12. – 16. apríl. Ganga þarf frá greiðslu strax.
  • Opið fyrir alla félagsmenn frá og með 17. apríl, óháð punktastöðu, þá gildir reglan fyrstur bókar fyrstur fær.

Mikilvægt er að SKOÐA BÓKUNARVEFINN VEL og þekkja umhverfið þegar það kemur að skráningu umsókna fyrir sumarúthlutun.