Sumarhús

 

Efling-stéttarfélag býður félagsmönnum upp á mikla möguleika á fjölbreyttri orlofsdvöl í húsum og íbúðum Eflingar. Orlofssjóður Eflingar-stéttarfélags á nú og rekur fimmtíu og tvö sumarhús og eru húsin staðsett víðs vegar um landið, góð og vel búin heilsárshús og til notkunar fyrir félagsmenn allan ársins hring. Mikil ásókn er í húsin, sérstaklega á sumrin og eru þau þá alla jafna fullnýtt og mikil umframeftirspurn. Aukin ásókn hefur verið í að nýta húsin að vetri til síðustu árin og eru þau nú jöfnum höndum í notkun um helgar og í miðri viku á vetrartímanum.

Upplýsingar um orlofshúsin má sjá hér til hliðar. Eins má sjá fleiri möguleika sem félagsmenn geta nýtt sér í gegnum orlofssjóðinn í flipanum Kort og afslættir undir orlofsvefnum.

Munið páskaúthlutun

Húsin verða leigð í viku frá 28. mars – 4. apríl 2018 og umsóknarfrestur er til 8. febrúar. Sótt er um rafrænt á bókunarvefnum. 

Umsóknartímabil hefst 22. janúar

Umsóknartímabil lýkur 8. febrúar

Úthlutun er 12. febrúar

Greiðslufrestur er til 20. febrúar

Opnað fyrir bókanir 26. febrúar fyrir þau hús sem þá eru laus

Úthlutunakerfi um páskana 

• Umsóknir eru rafrænar, þ.e. félagsmenn fylla út umsókn á bókunarvef orlofssjóðs Eflingar. Svör berast þeim rafrænt

• Aukinn er forgangur þeirra sem flesta punkta eiga og hafa þar af leiðandi greitt lengst til orlofssjóðs

• Aðeins ein úthlutun verður og er hún fyrir félagsmenn með yfir 200 punkta í kerfinu

• Að loknu þessu ferli er bókunarvefurinn opinn fyrir alla félagsmenn sem eru með aðild og réttindi

Þeir félagsmenn sem fengu úthlutað á árinu áður fara nú EKKI á biðlista í 1. úthlutun eins og verið hefur. Þeir fá úrlausn samkvæmt punktaeign sinni eins og skýrt er hér að ofan.

Mikilvægt er að SKOÐA BÓKUNARVEFINN VEL og þekkja umhverfið þegar það kemur að skráningu umsókna fyrir páskaúthlutun.