Select Page

Sumarhús

Upplýsingar um orlofshúsin má sjá hér til hliðar. Eins má sjá fleiri möguleika sem félagsmenn geta nýtt sér í gegnum orlofssjóðinn í flipanum Kort og afslættir undir orlofsvefnum.

Félagsmenn þurfa að eiga 24 mánaða samfellda félagasögu eftir að fjárræðisaldri (18 ára) er náð og hafa áunnið sér minnst 48 punkta til viðmiðunar. Gildir það ákvæði almennt um umsækjendur. Þeir félagsmenn sem hafa ekki farið inn á bókunarvefinn áður til að bóka orlofshús, skrá inn kennitölu og smella á sækja um lykilorð. Aðrir sem hafa fengið lykilorð nota það til að innskrá sig.

Félagsmenn geta haft samband við skrifstofu félagins í s. 510 7500 eða sent tölvupóst á orlof@efling.is vanti þeim frekari upplýsingar eða aðstoð.

Reikningsupplýsingar orlofssjóðs

Reikningsnúmer: 0117-26-000028, kt. 701298-2259

Kt.: 701298-2259

Umsóknir og úthlutun orlofshúsa 2021:

Sumar: Umsóknartímabil er 2. – 22. mars og hægt er að fylla út umsóknir á bókunarvefnum á þessu tímabili. Úthlutað verður 25. mars eftir punktakerfi, þ.e. umsóknum raðað eftir punktastöðu félagsmanna. Félagsmenn þurfa að hafa lágmark 200 punkta til að geta sótt um í sumarúthlutun. Niðurstöður úthlutunar verða senda í tölvupósti og greiðslufrestur er til og með 7. apríl. Eftir það opnast bókunarvefurinn í skrefum; 12. -14. apríl fyrir félagsmenn sem eiga 100 punkta og yfir og 15. – 19. apríl fyrir þá sem eiga 1 punkt og yfir. Ganga þarf frá geiðslu strax. Frá og með 20. apríl er opið fyrir alla félagsmenn (fyrstur bókar fyrstur fær) til að bóka það sem enn er laust yfir sumarið.

Sótt er um rafrænt á bókunarvef Eflingar undir „umsókn“ , en einnig má senda inn þetta umsóknareyðublað útfyllt til skrifstofunnar eða á netfangið orlof@efling.is  og þá þarf að koma fram nafn, kennitala og hvaða hús er sótt um sem fyrsta valkost, annan valkost og allt að átta valmöguleika.

Páskar: úthlutun er nú lokið en bókunarvefinn opnar fyrir hús sem enn eru laus þann 3. mars kl. 8.15.

Fyrir nánari upplýsingar og aðstoð skal hafa samband við skrifstofu eða senda tölvupóst á orlof@efling.is

 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere