Rauðir dagar – frídagar

Á Íslandi eru 16 lögbundnir frídagar sem skiptast í frídaga og stórhátíðardaga.

Frídagar eru helgidagar þjóðkirkjunnar, þ.e. skírdagur, annar í páskum, uppstigningardagur, annar í hvítasunnu og annar í jólum, auk sumardagsins fyrsta og 1. maí.

Stórhátíðardagar eru nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, frídagur verslunarmanna, jóladagur og eftir kl. 12:00 á aðfangadag og gamlársdag.

Þeir skiptast í:

  • Nýársdagur (1. janúar) (stórhátíðardagur);
  • Skírdagur (síðasti fimmtudagur fyrir páska) 2024: 28.mars
  • Föstudagurinn langi (stórhátíðardagur) 2024: 29.mars
  • Annar í páskum 2024: 1. apríl
  • Sumardagurinn fyrsti (fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl) 2024: 25. apríl
  • Alþjóðlegur frídagur verkafólks (1. maí)
  • Uppstigningardagur 2024: 9. maí
  • Annar í Hvítasunnu 2023: 20. maí
  • Þjóðhátíðardagur Íslendinga (17. júní)  (stórhátíðardagur)
  • Frídagur verslunarmanna (fyrsti mánudagur í ágúst) 2024: 5. ágúst
  • Aðfangadagur, frá 12 á hádegi (24. desember) (stórhátíðardagur)
  • Jóladagur (25. desember) (stórhátíðardagur)
  • Annar í jólum (26. desember)
  • Gamlársdagur, frá 12 á hádegi (31. desember) (stórhátíðardagur)