Kjarasamningur milli SA og Eflingar - Stéttarfélags (2024 – 2028)
13.1. Kosning trúnaðarmanna
13.1.1. Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn, og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Vinnustaður telst í þessu sambandi sérhvert fyrirtæki þar sem hópur manna vinnur saman. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi stéttarfélagi. Heimilt er að kjósa þrjá trúnaðarmenn innan fyrirtækis ef fjöldi félagsfólks er meiri en 120 á sömu starfsstöð. Þar sem starfsstöðvar fyrirtækis eru fleiri en ein, eða starfsfólk mætir almennt til starfa á öðrum vinnustöðum en höfuðstöðvum viðkomandi atvinnurekanda, á að veita trúnaðarmanni svigrúm til að sinna trúnaðarmannastörfum sínum á öllum starfsstöðvum ellegar kjósa fleiri trúnaðarmenn til að sinna þeim störfum.
13.1.2. Trúnaðarmenn verði eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn.
13.2. Störf trúnaðarmanna
Trúnaðarmönnum á vinnustöðum skal í samráði við verkstjóra heimilt að verja eftir því sem þörf krefur tíma til starfa, sem þeim kunna að vera falin af verkafólki á viðkomandi vinnustað og/eða viðkomandi stéttarfélags vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum. Ef starf trúnaðarmanns er þess eðlis að honum er ókleift að sinna trúnaðarmannastörfum sínum á reglubundnum vinnutíma, skal að ósk trúnaðarmanns gera samkomulag milli hans og atvinnurekanda um þann lágmarkstíma sem trúnaðarmaður getur haft til umráða til að sinna þessum störfum. Í samkomulagi skal tekið tillit til fjölda starfsmanna sem trúnaðarmaður er fulltrúi fyrir, almenns umfangs trúnaðarstarfa, dreifingar starfsstöðva, vaktaskipulags og annars sem við á. 64 Samningur SA og Eflingar
13.3. Gögn sem trúnaðarmenn hafa aðgang að
Trúnaðarmanni skal heimilt í sambandi við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur, sem ágreiningsefnið varðar. Fara skal með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.
13.4. Aðstaða trúnaðarmanna
Trúnaðarmaður á vinnustað skal hafa aðgang að læstri hirslu og aðgang að síma í samráði við verkstjóra.
13.5. Fundir á vinnustað
Trúnaðarmanni hjá hverju fyrirtæki skal heimilt að boða til fundar með verkamönnum tvisvar sinnum á ári á vinnustað í vinnutíma. Fundirnir hefjast einni klst. fyrir lok dagvinnutíma eftir því sem við verður komið. Til fundanna skal boða í samráði við viðkomandi stéttarfélag og stjórnendur fyrirtækisins með þriggja daga fyrirvara nema fundarefni sé mjög brýnt og í beinum tengslum við vandamál á vinnustaðnum. Þá nægir eins dags fyrirvari. Laun verkamanna skerðast eigi af þessum sökum fyrstu klst. fundartímans.
13.6. Kvartanir trúnaðarmanna
Verkamönnum er heimilt að snúa sér til trúnaðarmanna með hvers konar óskir og kvartanir viðvíkjandi aðbúnað við vinnuna eða annað, er þeir telja ábótavant. Trúnaðarmaður skal bera allar slíkar óskir eða kvartanir fram við atvinnurekanda eða umboðsmenn hans, t.d. verkstjóra, áður en leitað er til annarra aðila. Trúnaðarmaður skal í engu gjalda þess hjá atvinnurekanda eða verkstjóra, að hann beri fram kvartanir fyrir hönd verkamanna.
13.7. Trúnaðarmannanámskeið
Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Hver trúnaðarmaður hefur rétt á að sækja eitt eða fleiri námskeið sem skipulögð eru af stéttarfélögunum og ætlað er að gera trúnaðarmönnum betur kleift að takast á við starf sitt, samtals í eina viku á ári. Þeir sem námskeiðin sækja skulu halda dagvinnutekjum og vaktaálagi í allt að eina viku á ári. Í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 15 starfsmenn skulu trúnaðarmenn halda dagvinnutekjum og vaktaálagi í allt að Samningur SA og Eflingar 65 tvær vikur á fyrsta ári. Þetta gildir um einn trúnaðarmann á ári í hverju fyrirtæki séu starfsmenn 5-50 en tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Ef trúnaðarmannanámskeið er skipulagt þannig að fjarvera trúnaðarmanns frá vinnu er ekki meiri en einn dag viku hverja, halda trúnaðarmenn dagvinnutekjum og vaktaálagi í allt að tíu virka daga á ári. Sitji trúnaðarmaður heils dags námskeið verður honum ekki gert að sinna vinnu þann dag.
Í lögum nr. 151/2006 um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum er kveðið á um upplýsinga- og samráðsskyldu atvinnurekanda við fulltrúa starfsmanna. Samráðsskyldan á við þar sem starfa að jafnaði a.m.k. 50 starfsmenn, sbr. nánar samkomulag SA og ASÍ um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum. Lögin gera ráð fyrir að trúnaðarmaður sé fulltrúi starfsmanna.
Samningur: Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og Eflingar.
15.1 Kosning trúnaðarmanna
15.1.1 Starfsmönnum er heimilt að kjósa 1 trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 - 50 starfsmenn og 2 trúnaðarmenn, séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir Efling - stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu ekki komið við, skulu trúnaðarmenn tilnefndir af félaginu.
15.1.2 Ef trúnaðarmenn við tiltekna stofnun eru 4 eða fleiri skal Efling – stéttarfélag velja einn úr þeirra hópi sem aðaltalsmann félagsins gagnvart stofnuninni. Við mikilvægar ákvarðanir, s.s. ákvarðanir um uppsagnir hóps starfsmanna og ákvarðanir um fyrirkomulag hæfnis- og árangurslauna skal kynna þessum trúnaðarmanni Eflingar - stéttarfélags málið sérstaklega.
15.1.3 Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn.
15.1.4 Aðaltrúnaðarmaður Eflingar – stéttarfélags
15.1.4.1 Vegna þeirrar sérstöðu sem vinnustaðir hjá Reykjavíkurborg hafa er Eflingu - stéttarfélagi heimilt að velja aðaltrúnaðarmann úr hópi starfsmanna til að fylgjast með málum þeirra hjá Reykjavíkurborg, þ.m.t. samningum um kaupaukakerfi.
15.1.4.2 Uppsagnir og meiriháttar breytingar á starfi skulu tilkynntar aðaltrúnaðarmanni og stéttarfélaginu.
15.2 Störf trúnaðarmanna
15.2.1 Trúnaðarmönnum á vinnustað skal í samráði við yfirmenn heimilt að verja, eftir því sem þörf krefur, tíma til starfa sem þeim kunna að verða falin af starfsmönnum á viðkomandi vinnustað og/eða Eflingu - stéttarfélagi vegna starfa sinnar sem trúnaðarmenn og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum.
15.3 Gögn sem trúnaðarmenn hafa aðgang að
15.3.1 Trúnaðarmönnum skal heimilt í sambandi við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur sem ágreiningsefnið varðar. Fara skal með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.
15.4 Aðstaða trúnaðarmanna
15.4.1 Trúnaðarmenn á vinnustað skulu hafa aðgang að læstri hirslu og aðgang að síma í samráði við yfirmenn.
15.5 Kvartanir trúnaðarmanna
15.5.1 Trúnaðarmenn skulu bera kvartanir starfsfólks upp við næsta yfirmann eða annan fyrirsvarsmann stofnunar áður en leitað er til annarra aðila.
15.6 Vinnustaðafundir
15.6.1 Trúnaðarmönnum hjá hverri stofnun skal heimilt að boða til fundar með starfsfólki tvisvar sinnum á ári í vinnutíma á vinnustað. Fundirnir hefjist einni klst. fyrir lok dagvinnutíma eftir því sem við verður komið. Til fundanna skal boðað í samráði við Eflingu - stéttarfélag og fyrirsvarsmenn stofnunarinnar Kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Eflingar - stéttarfélags 2019-2023 52 með þriggja daga fyrirvara nema fundarefnið sé mjög brýnt og í beinum tengslum við vandamál á vinnustaðnum. Þá nægir eins dags fyrirvari. Laun starfsmanna skerðist eigi af þessum sökum fyrstu klukkustund fundartímans.
15.7 Þing
15.7.1 Trúnaðarmönnum skal heimilt að sækja þing á vegum Eflingar - stéttarfélags í allt að 3 virka daga einu sinni á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með a.m.k. viku fyrirvara.
15.8 Störf við kjarasamningsgerð
15.8.1 Þeir félagsmenn sem kjörnir eru í samninganefnd Eflingar - stéttarfélags, skulu fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með eðlilegum fyrirvara.
15.9 Vernd trúnaðarmanna í starfi
15.9.1 Trúnaðarmenn skulu í engu gjalda þess hjá yfirmönnum stofnunar að hann beri fram kvartanir fyrir hönd starfsmanna.
15.9.2 Óheimilt er að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess að Efling - stéttarfélag hefur falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig.
15.10 Trúnaðarmannanámskeið
15.10.1 Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Þeir sem námskeiðin sækja, skulu halda reglubundnum launum í allt að eina viku á ári. Í stofnunum þar sem starfa fleiri en 15 félagsmenn, skulu trúnaðarmenn halda reglubundnum launum í allt að tvær vikur á fyrsta ári. Þetta gildir um einn trúnaðarmann á ári hjá hverri stofnun, séu félagsmenn í starfi 5-50 en um tvo trúnaðarmenn, séu félagsmenn fleiri en 50. Námskeiðin skulu viðurkennd af samningsaðilum.
Ef trúnaðarmannanámskeið er skipulagt þannig að fjarvera trúnaðarmanns frá vinnu er ekki meiri en einn dag viku hverja, halda trúnaðarmenn reglulegum launum í allt að tíu virka daga á ári.
Sitji trúnaðarmaður heils dags námskeið verður honum ekki gert að sinna vinnu þann dag.
16.2.1 Kosning trúnaðarmanna
16.2.2 Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 - 50 starfsmenn, tvo trúnaðarmenn þar sem starfa 51-100, þrjá þar sem starfa 101-175, fjóra þar sem starfa 176-275 og fimm þar sem starfa 276 eða fleiri. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu ekki komið við, skulu trúnaðarmenn tilnefndir af félaginu.
16.2.3 Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn.
16.3 Störf trúnaðarmanna
16.3.1 Trúnaðarmönnum á vinnustað skal í samráði við yfirmenn heimilt að verja, eftir því sem þörf krefur, tíma til starfa sem þeim kunna að verða falin af starfsmönnum á viðkomandi vinnustað og/eða viðkomandi aðildarfélagi vegna starfa sinna sem trúnaðarmanna og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum.
16.3.2 Gögn sem trúnaðarmenn hafa aðgang að
Trúnaðarmönnum skal heimilt í sambandi við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur sem ágreiningsefnið varðar. Að auki getur trúnaðarmaður að eigin frumkvæði óskað eftir upplýsingum um laun og starfskjör erlendra starfsmanna telji hann að ekki sé farið að ákvæðum kjarasamningsins. Sé trúnaðarmaður ekki til staðar getur starfsmaður stéttarfélags óskað upplýsinganna í hans stað. Fara skal með allar upplýsingar sem fengnar eru á grundvelli þessarar greinar sem trúnaðarmál.
16.3.3 Aðstaða trúnaðarmanna
Trúnaðarmenn á vinnustað skulu hafa aðgang að læstri hirslu og aðgang að síma í samráði við yfirmenn.
16.3.4 Kvartanir trúnaðarmanna
Trúnaðarmenn skulu bera kvartanir starfsfólks upp við næsta yfirmann eða annan fyrirsvarsmann stofnunar áður en leitað er til annarra aðila.
16.4 Vinnustaðafundir
16.4.1 Trúnaðarmönnum hjá hverri stofnun skal heimilt að boða til fundar með starfsfólki tvisvar sinnum á ári í vinnutíma á vinnustað. Fundirnir hefjist einni klst. fyrir lok dagvinnutíma eftir því sem við verður komið. Til fundanna skal boðað í samráði við viðkomandi aðildarfélag og fyrirsvarsmenn stofnunarinnar með þriggja daga fyrirvara nema fundarefnið sé mjög brýnt og í beinum tengslum við 40 Gildistími 1. apríl 2019 til 31. mars 2023 vandamál á vinnustaðnum. Þá nægir eins dags fyrirvari. Laun starfsmanna skerðist eigi af þessum sökum fyrstu klukkustund fundartímans.
16.5 Þing, fundir, ráðstefnur og námskeið
16.5.1 Trúnaðarmönnum skal heimilt að sækja þing, fundi, ráðstefnur og námskeið á vegum viðkomandi stéttarfélags í allt að eina viku einu sinni á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Sama gildir um stjórnarmenn félagsins. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með a.m.k. viku fyrirvara.
16.6 Störf við kjarasamningsgerð
16.6.1 Þeir félagsmenn sem kjörnir eru í samninganefnd eða kjörnefnd viðkomandi stéttarfélags, skulu fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með eðlilegum fyrirvara.
16.7 Vernd trúnaðarmanna í starfi
16.7.1 Trúnaðarmenn skulu í engu gjalda þess hjá yfirmönnum stofnunar að þeir beri fram kvartanir fyrir hönd starfsmanna.
16.7.2 Óheimilt er að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess að viðkomandi stéttarfélag hefur falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig.
16.8 Trúnaðarmannanámskeið
16.8.1 Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Þeir sem námskeiðin sækja, skulu halda reglubundnum launum í allt að eina viku á ári. Í stofnunum þar sem starfa fleiri en 15 félagsmenn, skulu trúnaðarmenn halda reglubundnum launum í allt að tvær vikur á fyrsta ári. Þetta gildir um einn trúnaðarmann á ári hjá hverri stofnun, séu félagsmenn í starfi 5-50, um tvo trúnaðarmenn séu félagsmenn fleiri en 50, þrjá séu félagsmenn fleiri en 100, fjóra séu félagsmenn fleiri en 175 og fimm séu félagsmenn 276 eða fleiri. Námskeiðin skulu viðurkennd af samningsaðilum. Ef trúnaðarmannanámskeið er skipulagt þannig að fjarvera trúnaðarmanns frá vinnu er ekki meiri en einn dag viku hverja, halda trúnaðarmenn reglulegum launum í allt að tíu virka daga á ári.
Sitji trúnaðarmaður heils dags námskeið verður honum ekki gert að sinna vinnu þann dag. Í öllum tilvikum skal tilkynna yfirmanni stofnunar með eðlilegum fyrirvara um fjarvistir vegna námskeiða.
Samningar: Kjarasamningur Samtak fyrirtækja í velferðarþjónustu og Eflingar.
16.2 Trúnaðarmenn
16.2.1 Kosning trúnaðarmanna
16.2.2 Starfsmönnum er heimilt að kjósa 1 trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 - 50 starfsmenn og 2 trúnaðarmenn, séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu ekki komið við, skulu trúnaðarmenn tilnefndir af félaginu.
16.2.3 Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn.
16.3 Störf trúnaðarmanna
16.3.1 Trúnaðarmönnum á vinnustað skal í samráði við yfirmenn heimilt að verja, eftir því sem þörf krefur, tíma til starfa sem þeim kunna að verða falin af starfsmönnum á viðkomandi vinnustað og/eða viðkomandi aðildarfélagi vegna starfa sinna sem trúnaðarmanna og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum.
16.3.2 Gögn sem trúnaðarmenn hafa aðgang að Trúnaðarmönnum skal heimilt í sambandi við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur sem ágreiningsefnið varðar. Að auki getur trúnaðarmaður að eigin frumkvæði óskað eftir upplýsingum um laun og starfskjör erlendra starfsmanna telji hann að ekki sé farið að ákvæðum kjarasamningsins. Sé trúnaðarmaður ekki til staðar getur starfsmaður stéttarfélags óskað upplýsinganna í hans stað. Fara skal með allar upplýsingar sem fengnar eru á grundvelli þessarar greinar sem trúnaðarmál.
16.3.3 Aðstaða trúnaðarmanna
Trúnaðarmenn á vinnustað skulu hafa aðgang að læstri hirslu og aðgang að síma í samráði við yfirmenn.
16.3.4 Kvartanir trúnaðarmanna
Trúnaðarmenn skulu bera kvartanir starfsfólks upp við næsta yfirmann eða annan fyrirsvarsmann stofnunar áður en leitað er til annarra aðila.
16.4 Vinnustaðafundir
16.4.1 Trúnaðarmönnum hjá hverri stofnun skal heimilt að boða til fundar með starfsfólki tvisvar sinnum á ári í vinnutíma á vinnustað. Fundirnir hefjist einni klst. fyrir lok dagvinnutíma eftir því sem við verður komið. Til fundanna skal boðað í samráði við viðkomandi aðildarfélag og fyrirsvarsmenn stofnunarinnar með þriggja daga fyrirvara nema fundarefnið sé mjög brýnt og í beinum tengslum við Kjarasamningur Eflingar og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs 41 vandamál á vinnustaðnum. Þá nægir eins dags fyrirvari. Laun starfsmanna skerðist eigi af þessum sökum fyrstu klukkustund fundartímans.
16.5 Þing, fundir, ráðstefnur og námskeið
16.5.1 Trúnaðarmönnum skal heimilt að sækja þing, fundi, ráðstefnur og námskeið á vegum viðkomandi stéttarfélags í allt að eina viku einu sinni á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Sama gildir um stjórnarmenn félagsins. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með a.m.k. viku fyrirvara.
16.6 Störf við kjarasamningsgerð
16.6.1 Þeir félagsmenn sem kjörnir eru í samninganefnd eða kjörnefnd viðkomandi stéttarfélags, skulu fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með eðlilegum fyrirvara.
16.7 Vernd trúnaðarmanna í starfi
16.7.1 Trúnaðarmenn skulu í engu gjalda þess hjá yfirmönnum stofnunar að þeir beri fram kvartanir fyrir hönd starfsmanna.
16.7.2 Óheimilt er að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess að viðkomandi stéttarfélag hefur falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig.
16.8 Trúnaðarmannanámskeið
16.8.1 Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Þeir sem námskeiðin sækja, skulu halda reglubundnum launum í allt að eina viku á ári. Í stofnunum þar sem starfa fleiri en 15 félagsmenn, skulu trúnaðarmenn halda reglubundnum launum í allt að tvær vikur á fyrsta ári. Þetta gildir um einn trúnaðarmann á ári hjá hverri stofnun, séu félagsmenn í starfi 5-50 en um tvo trúnaðarmenn, séu félagsmenn fleiri en 50. Námskeiðin skulu viðurkennd af samningsaðilum. Ef trúnaðarmannanámskeið er skipulagt þannig að fjarvera trúnaðarmanns frá vinnu er ekki meiri en einn dag viku hverja, halda trúnaðarmenn reglulegum launum í allt að tíu virka daga á ári. Sitji trúnaðarmaður heils dags námskeið verður honum ekki gert að sinna vinnu þann dag. Í öllum tilvikum skal tilkynna yfirmanni stofnunar með eðlilegum fyrirvara um fjarvistir vegna námskeiða
Samningar: Kjarasamningur ríkisins og Eflingar.
14.1. Kosning trúnaðarmanna
Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Vinnustaður telst í þessu sambandi sérhvert fyrirtæki sem hópur manna vinnur saman. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi stéttarfélagi. Heimilt er að kjósa þrjá trúnaðarmenn innan fyrirtækis ef fjöldi félagsfólks er meiri en 120 á sömu starfsstöð. Þar sem starfsstöðvar fyrirtækis eru fleiri en ein, eða starfsfólk mætir almennt til starfa á öðrum vinnustöðum en höfuðstöðvum viðkomandi atvinnurekanda, á að veita trúnaðarmanni svigrúm til að sinna trúnaðarmannastörfum sínum á öllum starfsstöðvum ellegar kjósa fleiri trúnaðarmenn til að sinna þeim störfum. Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn.
14.2. Störf trúnaðarmanna
Trúnaðarmönnum á vinnustöðum skal í samráði við verkstjóra heimilt að verja eftir því sem þörf krefur tíma til starfa sem þeim kunna að vera falin af verkafólki á viðkomandi vinnustað og/eða viðkomandi stéttarfélagi vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum. Ef starf trúnaðarmanns er þess eðlis að honum er ókleift að sinna trúnaðarmannastörfum sínum á reglubundnum vinnutíma, skal að ósk trúnaðarmanns gera samkomulag milli hans og atvinnurekanda um þann lágmarkstíma sem trúnaðarmaður getur haft til umráða til að sinna þessum störfum. Í samkomulagi skal tekið tillit til fjölda starfsmanna sem trúnaðarmaður er fulltrúi fyrir, almenns umfangs trúnaðarstarfa, dreifingar starfsstöðva, vaktaskipulags og annars sem við á. 62 Samningur SA og Eflingar v/veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja o.fl.
14.3. Gögn sem trúnaðarmenn hafa aðgang að
Trúnaðarmanni eða fulltrúa stéttarfélags skal heimilt í sambandi við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur sem ágreiningsefnið varðar. Fara skal með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.
14.4. Aðstaða trúnaðarmanna
Trúnaðarmaður á vinnustað skal hafa aðgang að læstri hirslu og aðgang að síma í samráði við verkstjóra.
14.5. Fundir á vinnustað
Trúnaðarmanni hjá hverju fyrirtæki skal heimilt að boða til fundar með starfsfólki tvisvar sinnum á ári á vinnustað í vinnutíma. Fundirnir hefjast einni klst. fyrir lok dagvinnutíma, eftir því sem við verður komið. Til fundanna skal boða í samráði við viðkomandi stéttarfélag og stjórnendur fyrirtækis með þriggja daga fyrirvara, nema fundarefni sé mjög brýnt og í beinum tengslum við vandamál á vinnustaðnum. Þá nægir eins dags fyrirvari. Laun starfsfólks skerðast eigi af þessum sökum fyrstu klukkustund fundartímans. Á vinnustöðum þar sem trúnaðarmaður hefur ekki verið tilnefndur er fulltrúa stéttarfélags heimilt að boða til fundar með starfsfólki á vinnustað að fengnu samþykki stjórnenda fyrirtækisins. Leitast skal við að halda fund á þeim tíma sem veldur ekki truflun á starfsemi fyrirtækisins. Skal því samþykki stjórnanda fyrir fundarstað og fundartíma liggja fyrir áður en fundur er boðaður.
14.6. Kvartanir trúnaðarmanna
Trúnaðarmaður skal bera kvartanir starfsfólks upp við verkstjóra eða aðra stjórnendur fyrirtækis, áður en leitað er til annarra aðila.
14.7. Trúnaðarmannanámskeið
Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Hver trúnaðarmaður hefur rétt á að sækja eitt eða fleiri námskeið sem skipulögð eru af stéttarfélögunum og ætlað er að gera trúnaðarmönnum betur kleift að takast á við starf sitt, samtals í eina viku á ári. Þeir sem námskeiðin sækja skulu halda Samningur SA og Eflingar v/veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja o.fl. 63 dagvinnutekjum og vaktaálagi í allt að eina viku á ári. Í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 15 starfsmenn skulu trúnaðarmenn halda dagvinnutekjum og vaktaálagi í allt að tvær vikur á fyrsta ári. Þetta gildir um einn trúnaðarmann á ári í hverju fyrirtæki séu starfsmenn 5-50 en tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Ef trúnaðarmannanámskeið er skipulagt þannig að fjarvera trúnaðarmanns frá vinnu er ekki meiri en einn dag viku hverja, halda trúnaðarmenn dagvinnutekjum og vaktaálagi í allt að tíu virka daga á ári. Sitji trúnaðarmaður heils dags námskeið verður honum ekki gert að sinna vinnu þann dag.
14.8. Réttur trúnaðamanna til að sækja fundi
Þegar kjarasamningaviðræður standa yfir er félagsmönnum aðildarfélaga SGS, sem kjörnir hafa verið í viðræðunefndir, heimilt að sækja fundi þeirra í vinnutíma. Sama gildir um fulltrúa á ársfundi ASÍ/SGS og fulltrúa í sameiginlegum nefndum ASÍ/SGS og SA. Þess skal gætt að fjarvistir starfsmanna hafi sem minnst truflandi áhrif á starfsemi fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá og skal starfsmaður hafa samráð við yfirmann sinn um fjarvistir með eins miklum fyrirvara og kostur er. Almennt skal miða við að ekki komi fleiri en 1-2 starfsmenn frá hverju fyrirtæki. Ekki er skylt að greiða kaup fyrir þær stundir sem starfsmaður er fjarverandi.
14.9. Réttur stéttarfélaga
Samkomulag þetta um trúnaðarmenn á vinnustöðum, skerðir ekki rétt þeirra stéttarfélaga sem þegar hafa í samningum sínum frekari rétt en hér er ákveðinn um trúnaðarmenn á vinnustöðum.
14.10 Samráð í fyrirtækjum
Í lögum nr. 151/2006 um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum er kveðið á um upplýsinga- og samráðsskyldu atvinnurekanda við fulltrúa starfsmanna. Samráðsskyldan á við þar sem starfa að jafnaði a.m.k. 50 starfsmenn, sbr. nánar samkomulag SA og ASÍ um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum. Lögin gera ráð fyrir að trúnaðarmaður sé fulltrúi starfsmanna.
14.2 Trúnaðarmenn
14.2.1 Kosning trúnaðarmanna
14.2.1.1 Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi verkalýðsfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi verkalýðsfélagi.
14.2.1.2 Trúnaðarmenn verði eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn.
14.2.2 Störf trúnaðarmanna
14.2.2.1 Trúnaðarmönnum á vinnustöðum skal í samráði við yfirmenn heimilt að verja eftir því sem þörf krefur tíma til starfa, sem þeim kunna að vera falin af starfsmönnum á viðkomandi vinnustað og/eða viðkomandi verkalýðsfélagi vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum.
14.2.3 Gögn sem trúnaðarmenn hafa aðgang að
14.2.3.1 Trúnaðarmanni skal heimilt í sambandi við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur, sem ágreiningsefnið varðar. Fara skal með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál. GILDISTÍMI: 1. maí 2015 til 31. mars 2019 SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA 48 EFLING / HLÍF / VSFK 14.2.4 Aðstaða trúnaðarmanna.
14.2.4.1 Trúnaðarmaður á vinnustað skal hafa aðgang að læstri hirslu og aðgang að síma í samráði við verkstjóra.
14.2.5 Fundir á vinnustað
14.2.5.1 Trúnaðarmanni hjá hverri stofnun skal heimilt að boða til fundar með verkamönnum tvisvar sinnum á ári á vinnustað í vinnutíma. Fundirnir hefjast einni klst. fyrir lok dagvinnutíma eftir því sem við verður komið. Til fundanna skal boða í samráði við viðkomandi verkalýðsfélag og stjórnendur fyrirtækisins með þriggja daga fyrirvara nema fundarefni sé mjög brýnt og í beinum tengslum við vandamál á vinnustaðnum. Þá nægir eins dags fyrirvari. Laun starfsmanna skerðast eigi af þessum sökum fyrstu klst. fundartímans.
14.2.6 Kvartanir trúnaðarmanna
14.2.6.1 Trúnaðarmaður skal bera kvartanir starfsmanna upp við verkstjóra eða aðra stjórnendur fyrirtækis, áður en leitað er til annarra aðila.
14.2.7 Þing, fundir, ráðstefnur og námskeið
14.2.7.1 Trúnaðarmönnum, skal heimilt að sækja þing, fundi, ráðstefnur og námskeið á vegum viðkomandi stéttarfélags í allt að fimm vinnudaga á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Sama gildir um stjórnarmenn félagsins. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með a.m.k. viku fyrirvara.
14.2.8 Störf við kjarasamningsgerð
14.2.8.1 Þeir félagsmenn sem kjörnir eru í samninganefnd viðkomandi stéttarfélags, skulu fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með eðlilegum fyrirvara.
14.2.9 Trúnaðarmannanámskeið
14.2.9.1 Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja trúnaðarmannanámskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Þeir sem námskeiðin sækja skulu halda reglubundnum launum í allt að fimm vinnudaga á ári enda séu námskeiðin viðurkennd af samningsaðilum. Í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 15 starfsmenn skulu trúnaðarmenn halda reglubundnum launum í allt að tvær vikur á fyrsta ári. Þetta gildir um einn trúnaðarmann á ári í hverju fyrirtæki séu starfsmenn 5-50 en tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50.
Trúnaðarmannanámskeið Eflingar er skipulagt þannig að fjarvera trúnaðarmanns frá vinnu er ekki meiri en einn dag í mánuði og halda þá trúnaðarmenn reglulegum launum í allt að tíu virka daga á ári. Heildarréttur skv. grein 14.2.9.1 veitir að hámarki 10 daga á ári.
Í öllum tilvikum skal tilkynna yfirmanni stofnunar með eðlilegum fyrirvara um fyrirhugaðar fjarvistir vegna námskeiða þannig að vinnuveitandi geti gert nauðsynlegar ráðstafanir. Sitji trúnaðarmaður heils dags námskeið verður honum ekki gert að sinna vinnu þann dag
14.2.10 Réttur verkalýðsfélaga
14.2.10.1 Samkomulag þetta um trúnaðarmenn á vinnustöðum, skerðir ekki rétt þeirra verkalýðsfélaga, sem þegar hafa í samningum sínum frekari rétt en hér er ákveðinn um trúnaðarmenn á vinnustöðum.
Samningar: Kjarasamningur Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og Eflingar.
Farandgæsla
10.1 Öryggisvörðum er heimilt að kjósa sér eftirfarandi trúnaðarmenn: Einn vegna farandgæslu, einn vegna staðbundinnar gæslu og einn vegna gæslu í Kringlu. Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið er miðar að því að gera þá hæfari í starfi. Þeir sem námskeiðin sækja skulu halda dagvinnulaunum í 8 klst. á dag í allt að 5 daga á ári, skv. taxta hvers og eins, hvort sem námskeið eru haldin í vaktaviku trúnaðarmanns eða utan. Aðeins einn trúnaðarmaður sækir námskeið í senn.
Securitas hf. viðbót
10.1 Öryggisvörðum er heimilt að kjósa sér eftirfarandi trúnaðarmenn: Einn vegna farandgæslu og einn vegna staðbundinnar gæslu. VSFK er heimilt að kjósa trúnaðarmann á sínu starfssvæði. Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið er miðar að því að gera þá hæfari í starfi. Þeir sem námskeiðin sækja skulu halda gadvinnulaunum í 8 klst. Á dag í allt að 5 daga á ári, skv. taxta hvers og eins, hvort sem námskeið eru haldin í vaktaviku trúnaðarmanns eða utan. Aðeins einn trúnaðarmaður sækir námskeið í senn.
15 Trúnaðarmenn og vinnustaðafundir
15.1 Kosning trúnaðarmanna
15.1.1 Starfsmönnum er heimilt að kjósa 1 trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 - 50 starfsmenn og 2 trúnaðarmenn, séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu ekki komið við, skulu trúnaðarmenn tilnefndir af félaginu.
15.1.2 Ef trúnaðarmenn við tiltekna stofnun eru 4 eða fleiri skal viðkomandi stéttarfélag velja einn úr þeirra hópi sem aðaltalsmann félagsins gagnvart stofnuninni. Við mikilvægar ákvarðanir, s.s. ákvarðanir um uppsagnir hóps starfsmanna og ákvarðanir um fyrirkomulag hæfnis- og árangurslauna skal kynna þessum trúnaðarmanni Eflingar - stéttarfélags málið sérstaklega.
15.1.3 Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn
15.1.4 Uppsagnir og meiriháttar breytingar á starfi skulu tilkynntar trúnaðarmanni og stéttarfélaginu.
15.2 Störf trúnaðarmanna
15.2.1 Trúnaðarmönnum á vinnustað skal í samráði við yfirmenn heimilt að verja, eftir því sem þörf krefur, tíma til starfa sem þeim kunna að verða falin af starfsmönnum á viðkomandi vinnustað og/eða viðkomandi stéttarfélagi vegna starfa sinnar sem trúnaðarmenn og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum.
15.3 Gögn sem trúnaðarmenn hafa aðgang að
15.3.1 Trúnaðarmönnum skal heimilt í sambandi við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur sem ágreiningsefnið varðar. Fara skal með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.
15.4 Aðstaða trúnaðarmanna
15.4.1 Trúnaðarmenn á vinnustað skulu hafa aðgang að læstri hirslu og aðgang að síma í samráði við yfirmenn.
15.5 Kvartanir trúnaðarmanna
15.5.1 Trúnaðarmenn skulu bera kvartanir starfsfólks upp við næsta yfirmann eða annan fyrirsvarsmann stofnunar áður en leitað er til annarra aðila.
15.6 Vinnustaðafundir
15.6.1 Trúnaðarmönnum hjá hverri stofnun skal heimilt að boða til fundar með starfsfólki tvisvar sinnum á ári í Bls. 27 af 41 vinnutíma á vinnustað. Fundirnir hefjist einni klst. fyrir lok dagvinnutíma eftir því sem við verður komið. Til fundanna skal boðað í samráði við viðkomandi - stéttarfélag og fyrirsvarsmenn stofnunarinnar með þriggja daga fyrirvara nema fundarefnið sé mjög brýnt og í beinum tengslum við vandamál á vinnustaðnum. Þá nægir eins dags fyrirvari. Laun starfsmanna skerðist eigi af þessum sökum fyrstu klukkustund fundartímans.
15.7 Þing, fundir, ráðstefnur og námskeið
15.7.1 Trúnaðarmönnum skal heimilt að sækja þing, fundi, ráðstefnur og námskeið á vegum viðkomandistéttarfélags í allt að eina viku einu sinni á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með a.m.k. viku fyrirvara.
15.8 Störf við kjarasamningsgerð
15.8.1 Þeir félagsmenn sem kjörnir eru í samninganefnd viðkomandi - stéttarfélags, skulu fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með eðlilegum fyrirvara.
15.9 Vernd trúnaðarmanna í starfi
15.9.1 Trúnaðarmenn skulu í engu gjalda þess hjá yfirmönnum FFH. að hann beri fram kvartanir fyrir hönd starfsmanna.
15.9.2 Óheimilt er að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess að viðkomandi - stéttarfélag hefur falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig.
15.10 Trúnaðarmannanámskeið
15.10.1 Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Þeir sem námskeiðin sækja, skulu halda reglubundnum launum í allt að eina viku á ári. Í fyrirtæki þar sem starfa fleiri en 15 félagsmenn, skulu trúnaðarmenn halda reglubundnum launum í allt að tvær vikur á fyrsta ári. Þetta gildir um einn trúnaðarmann á ári hjá hverju fyrirtæki, séu félagsmenn í starfi 5-50 en um tvo trúnaðarmenn, séu félagsmenn fleiri en 50. Námskeiðin skulu viðurkennd af samningsaðilum.
Ef trúnaðarmannanámskeið er skipulagt þannig að fjarvera trúnaðarmanns frá vinnu er ekki meiri en einn dag viku hverja, halda trúnaðarmenn reglulegum launum í allt að tíu virka daga á ári. Sitji trúnaðarmaður heils dags námskeið verður honum ekki gert að sinna vinnu þann dag.
14 Trúnaðarmenn og vinnustaðafundir
14.1 Kosning trúnaðarmanna
14.1.1 Starfsmönnum er heimilt að kjósa 1 trúnaðarmann ef starfsmenn eru á bilinu 5 - 50 og 2 trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir Efling - stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu ekki komið við, skulu trúnaðarmenn tilnefndir af félaginu.
14.1.2 Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn.
14.2 Störf trúnaðarmanna
14.2.1 Trúnaðarmönnum á vinnustað skal í samráði við yfirmenn heimilt að verja, eftir því sem þörf krefur, tíma til starfa sem þeim kunna að verða falin af starfsmönnum á viðkomandi vinnustað og/eða Eflingu - stéttarfélagi vegna starfa sinna sem trúnaðarmenn og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum.
14.3 Gögn sem trúnaðarmenn hafa aðgang að
14.3.1 Trúnaðarmönnum skal heimilt í sambandi við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur sem ágreiningsefnið varðar. Fara skal með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.
14.4 Aðstaða trúnaðarmanna
14.4.1 Trúnaðarmenn á vinnustað skulu hafa aðgang að læstri hirslu og aðgang að síma í samráði við yfirmenn.
14.5 Kvartanir trúnaðarmanna
14.5.1 Trúnaðarmenn skulu bera kvartanir starfsfólks upp við næsta yfirmann eða starfsmannastjóra OR áður en leitað er til annarra aðila.
14.6 Vinnustaðafundir
14.6.1 Trúnaðarmönnum skal heimilt að boða til fundar með starfsfólki tvisvar sinnum á ári í vinnutíma á vinnustað. Fundirnir hefjist einni klst. fyrir lok dagvinnutíma eftir því sem við verður komið. Til fundanna skal boðað í samráði við Eflingu - stéttarfélag og starfsmannastjóra OR með þriggja daga fyrirvara nema fundarefnið sé mjög brýnt og í beinum tengslum við vandamál á vinnustaðnum. Þá nægir eins dags fyrirvari. Laun starfsmanna skerðist eigi af þessum sökum fyrstu klukkustund fundartímans.
14.7 Þing, fundir, ráðstefnur og námskeið
14.7.1 Trúnaðarmönnum skal heimilt að sækja þing, fundi, ráðstefnur og námskeið á vegum Eflingar - stéttarfélags í allt að eina viku einu sinni á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með a.m.k. viku fyrirvara.
14.8 Störf við kjarasamningsgerð
14.8.1 Þeir félagsmenn sem kjörnir eru í samninganefnd Eflingar - stéttarfélags, skulu fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum. Tilkynna skal yfirmanni um slíkar fjarvistir með eðlilegum fyrirvara.
14.9 Vernd trúnaðarmanna í starfi
14.9.1 Trúnaðarmenn skulu í engu gjalda þess hjá yfirmönnum OR að þeir beri fram kvartanir fyrir hönd starfsmanna. Kjarasamningur Orkuveitu Reykjavíkur og Eflingar – stéttarfélags 2015-2018 36
14.9.2 Óheimilt er að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess að Efling - stéttarfélag hefur falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig.
14.10 Trúnaðarmannanámskeið
14.10.1 Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Þeir sem námskeiðin sækja, skulu halda reglubundnum launum í allt að eina viku á ári. Í fyrirtæki þar sem starfa fleiri en 15 félagsmenn, skulu trúnaðarmenn halda reglubundnum launum í allt að tvær vikur á fyrsta ári. Þetta gildir um einn trúnaðarmann á ári hjá hverju fyrirtæki, séu félagsmenn í starfi 5-50 en um tvo trúnaðarmenn, séu félagsmenn fleiri en 50. Námskeiðin skulu viðurkennd af samningsaðilum.
Samningur: Kjarasamningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og Eflingar.
1.28. Sala aflans
1.28.1. Almennt
Útgerðarmaður hefur með höndum sölu aflans og hefur til þess umboð áhafnar að því er aflahlut hennar varðar. Hann skal tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fiskinn, þó aldrei lægra en útgerðarmaður fær, þar með talin hrogn, lifur og bein. Ekki er heimilt að draga frá heildarverðmæti afla kostnað vegna kaupa á veiðiheimildum, sbr. 1. gr. laga nr. 24/1986, sbr 10. gr. laga nr. 79/1994 um breytingu á lögum nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun með síðari breytingum.
Eftirfarandi ákvæði eiga ekki við í þeim tilvikum, þegar afli er seldur á innlendum eða erlendum uppboðsmarkaði.
Útgerðarmaður skal hafa samráð við fulltrúa, sem kjörinn er af áhöfn í einfaldri kosningu, um áformaða sölu aflans fyrir a.m.k. mánuð í senn, og gera honum grein fyrir fyrirliggjandi upplýsingum um sölu og fiskverð. Tilkynna ber útgerð um hver sé kosinn trúnaðarmaður skipverja hverju sinni. Trúnaðarmaður skipverja skal hafa aðgang að samningum, reikningum og öðrum gögnum sem liggja til grundvallar verði einstakra fisktegunda, óski hann sérstaklega eftir því.
Við upphaf vertíðar í loðnu, kolmunna, makrí og síld, skulu fulltrúar útgerða halda fund með fulltrúum sjómanna sem eru í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna og starfsmönnum Verðlagsstofu skiptaverðs.
Útgerðarmaður og áhöfn skulu gera sín í milli samning um fiskverð, þegar útgerð selur afla til eigin vinnslu, þ.e.a.s. í viðskiptum milli skyldra aðila. Til að slíkur samningur öðlist gildi, skal hann staðfestur í leynilegri atkvæðagreiðslu áhafnar og að því loknu undirritaður af fulltrúum áhafnar og útgerðar. Samningurinn skal vera í stöðluðu formi, þar sem fram komi m.a. verð einstakra fisktegunda, stærð, gæði, markaðs- og gengisviðmið og áætlun ráðstöfun, gildistími og uppsagnarákvæði o.s.frv.
Telji meirihluti áhafnar að samningur um fiskverð sé í andstöðu við kjarasamning þennan, skal leita úrskurðar úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Með skyldum aðilum er átt við að útgerð og vinnsla séu í ráðandi eigu sömu aðila.
1.29.3. Afli seldur í gámum erlendis
Sé afli settur í gáma til sölu erlendis skulu skipverjar sjálfir ganga frá aflanum í gámana, án sérstakrar þóknunar. Skal sá tími sem fer í að ganga frá fiskinum í gámana ekki teljast til samningsbundinna hafnarfría.
Greiða skal löndunarpeninga í samræmi við ákvæði kjarasamningsins varðandi einstakar veiðigreinar.
Skipverjar og útgerðarmaður geta hins vegar gert með sér samkomulag um að þriðji aðili taki að sér að landa og setja fiskinn í gáma vegna sérstakra aðstæðna á hverjum stað og skal þá sá kostnaður dreginn frá sérstaklega auk umsamins frádráttar, sbr 3. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, sbr. lög nr. 21/1987 um breytingu á þeim.
Landi skipverjar ekki sjálfir skulu þeir tilnefna trúnaðarmann úr sínum hópi, er hafi eftirlit með frágangi á þeim afla, sem settur er í gáma, án sérstakrar greiðslu.
1.37. Trúnaðarmaður skipverja
Skipverjar skulu hafa trúnaðarmann fyrir sig við reikningsskil og annað sem viðkemur skipverjum sameiginlega.
Fiskkaupendur skulu afhenda trúnaðarmanni skipverja nótu fyrir innlagðan afla hverju sinni með útfærðu verði pr. Kíló.
4.10. Dragnótabátar, sem frysta afla um borð
4.13. Uppgjör
Hver veiðiferð skal teljast sérstakt kauptryggingartímabil. Við komu skips úr veiðiferð, skal liggja fyrir endanlegt uppgjör fyrri veiðiferða, þó ekki síðar en 15 dögum eftir lok veiðiferðar. Trúnaðarmaður skipverja skal fá í hendur afrit af sölunótum afurða, þegar hann óskar þess.
5.20. Frystitogarar
5.27. Uppgjör
Skipverjar skulu fá 90% áætlaðs aflahlutar í lok hverrar veiðiferðar. Endanlegt uppgjör fari fram eigi síðar en í lok næstu veiðiferðar. Trúnaðarmaður skipverja skal fá í hendur sölunótur afurða þegar hann óskar þess.
5.40. Bátar sem frysta bolfisk um borð
5.44. Uppgjör
Hver veiðiferð skal teljast sérstakt kauptryggingartímabil.
Skipverjar skulu fá 90% áætlaðs aflahlutar í lok hverrar veiðiferðar. Endanlegt uppgjör fari fram eigi síðar en í lok næstu veiðiferðar. Trúnaðarmaður skipverja skal fá í hendur sölunótur afurða þegar hann óskar þess.
5.50. Togskip sem salta fisk um borð
5.57. Uppgjör
Hver veiðiferð skal teljast sérstakt kauptryggingartímabil. Skipverjar skulu fá 90% áætlaðs aflahlutar í lok hverrar veiðiferðar. Endanlegt uppgjör fari fram eigi síðar en 30 dögum eftir lok veiðiferðar. Trúnaðarmaður skipverja skal fá í hendur sölunótur afurða