[et_pb_section bb_built=“1″ admin_label=“section“ custom_padding=“4px|0px|54px|0px“][et_pb_row admin_label=“row“ custom_padding=“0px|0px|27px|0px“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ custom_margin=“|||“ custom_padding=“|||0px“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]Það hefur komið fram í öllum Gallup könnunum síðustu ára hversu gagnlegar niðurstöður eru fyrir komandi kjarasamninga. Þannig hefur t.d. komið í ljós hvernig félagsmenn meta svigrúm til launahækkana og að þeir sem leita eftir launaviðtali hafa í mörgum tilvikum fengið hækkanir. Þá hafa einnig komið fram mjög gagnlegar upplýsingar um húsnæðisvanda félagsmanna Eflingar eftir hrun þar sem mjög margir hafa misst eigið húsnæði og innan við helmingur býr í eigin húsnæði. Þessar niðurstöður hafa allar orðið hluti af kröfugerð stéttarfélaganna og haft mikil áhrif á gerð kjarasamninganna á mörgum sviðum.Könnunin verður framkvæmd nú í september og fullyrða má að sjaldan hefur verið meiri ástæða til að hvetja félagsmenn til að taka þátt.Að þessu sinni verður spurt um mjög mikilvæg mál sem nauðsynlegt er að fá svör félagsmanna við svo sem um séreignarsparnað og stöðu félagsmanna í húsnæðismálum. Fullyrða má að niðurstöður við svörum úr Gallup könnunum síðustu ára hafi átt veigamikinn þátt í því að Bjarg íbúðafélag var stofnað, ásamt því að lögum var breytt og í kjölfarið var áformað um byggingu félagslegra leiguíbúða á höfuðborgarsvæðinu.Þá hafa niðurstöður við spurningum um laun og vinnutíma verið mikilvægur vegvísir í viðræðum við atvinnurekendur en einnig nýst félagsmönnum í launaviðtölum sem leitt hafa til frekari launahækkana.Heppnir fá vinningaTíu heppnir þátttakendur verða dregnir út og fá gjafakort að andvirði 15.000 kr. Þátttakendur vita hvort þeir hafa dottið í lukkupottinn þegar þeir ljúka við könnunina.Auk þess verða dregnir út sjö vinningar úr innsendum svörum, hver að verðmæti 50 þúsund krónur. Haft verður samband við vinningshafa og vinningsnúmerin verða einnig birt á heimasíðum stéttarfélaganna.Niðurstöðurnar nýtast félagsmönnumUm er að ræða 3.600 manna úrtak sem valið er með tilviljun úr félagaskrám stéttarfélaganna fjögurra, Eflingar, Hlífar, Stétt Vest og VSFK. Könnunin nær til starfandi félagsmanna sem og til atvinnuleitenda.Félögin nota síðan niðurstöður könnunarinnar til að móta starfsemi sína og til að berjast fyrir bættum kjörum fyrir félagsmenn.Hvernig er könnunin framkvæmd?Könnunin verður framkvæmd á netinu, og í síma fyrir þá sem ekki hafa aðgang að netinu. Spyrlar Gallup munu hringja í þátttakendur og bjóða þeim þátttöku. Ef samþykkt er að taka þátt, mun Gallup senda slóð á könnunina í tölvupósti. Spyrlar geta unnið á íslensku, ensku og pólsku.Einnig er hægt að svara strax með því að fara inn á uppgefna slóð og slá svo inn lykilorðið sem gefið er upp.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.