- Vinnuvikan styttist úr 40 í 36 klst. á viku.
- Starfsmaður hefur rétt á að hækka starfshlutfall sitt sem nemur styttingu vinnuvikunnar.
- Vinnuvikan getur farið niður í allt að 32 klst. á viku þar sem hver klukkustund frá 00.00 -08.00 telst sem 1,20 klst. upp í vinnuskil og hver klukkustund frá 17.00 -00.00 og frá 08.00 -17.00 um helgar telst sem 1,05 klst. upp í vinnuskil.
- Vaktaálag á nóttunni hækkar, verður 65% virkar nætur og 75% um helgar.
- Í stað vetrarfrís og bætingar kemur afsláttur á vinnuskyldu upp á 7,2 klst.
- Vinnuskylda vaktavinnufólks lækkar um 7,2 klst. miðað við fullt starf vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga sem falla á mánudag til föstudag að undanskildum aðfangadegi og gamlársdegi sem skal vera 3,6 klst. fyrir hvort dag miðað við fullt starf. Taka skal út lækkun vinnuskyldu á tímabili vaktskrár. Yfirmanni er skylt að verða við ósk starfsmanns um að safna upp lækkun á vinnuskyldu og taka út síðar enda verði því viðkomið vegna starfsemi stofnunarinnar.
- Inn kemur vaktahvati sem greiðist starfsfólki eftir fjölbreytileika vakta og fjölda vakta á launatímabili samkvæmt vaktskrá.
- Greiðsla vegna takmörkunar á neyslutíma fellur niður (25 mínútur á hverja vakt og 12 mín. klst. í yfirvinnu). Starfsmönnum er þó heimilt að neyta matar og kaffis eins og verið hefur.
- Styttingin tók gildi 1. maí 2021
Hægt er að skoða nánar hér.
Reiknivél til að bera saman vaktarúllur fyrir og eftir styttingu vinnuvikunnar er aðgengileg hér.
Á betrivinnutimi.is má finna ýmsar leiðbeiningar og fræðsluefni og algengustu spurningum sem upp koma við innleiðingu betri vinnutíma svarað.