- Hefur atvinnurekandinn þinn reynt að fá þig til að undirrita ráðningarsamning þar sem kjör eru sögð fara eftir kjarasamningi SVEIT og „Virðingar“?
- Hefur þú undirritað slíkan ráðningarsamning eða hefur þú fengið laun greidd samkvæmt þessum kjarasamningi?
Ef eitthvað af þessu á við um þig þá er atvinnurekandinn þinn að reyna að svíkja þig um lágmarkslaun og lágmarksréttindi samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum.
„Virðing“ er ekki raunverulegt stéttarfélag heldur svikamylla stofnuð af atvinurekendum. Svokallaður „kjarasamningur“ við SVEIT er ekki raunverulegur kjarasamningur. Tilgangurinn er að fá starfsfólk til að starfa á lægri launum og verri kjörum en það á rétt á samkvæmt viðurkenndum kjarasamningi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.
Þú þarft ekki að sætta þig við að vera svikin af SVEIT og gervistéttarfélaginu „Virðingu“. Efling stendur við bakið á þér til að tryggja að þú fáir greidd rétt laun samkvæmt viðurkenndum kjarasamningi.
Efling vill biðja þig um upplýsingar til að félagið geti brugðist við, veitt þér aðstoð og krafið atvinnurekandann þinn um leiðréttingu fyrir þína hönd ef við á. Vinsamlegast fylltu inn eyðublaðið hér fyrir neðan og félagið verður svo í sambandi við þig. Þú getur haft samband á netfangið felagsmal@efling.is eða við skrifstofuna í síma 510-7500 ef þú þarft tæknilega aðstoð við eyðublaðið.