Efling úthlutar leyfi af Bara Tala smáforritinu til íslensku kennslu fyrir félagsfólk Eflingar.
Félagsmenn skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði til þess að fá leyfi úthlutað og halda aðgangi sínum að Bara Tala smáforritinu:
- Félagsmaður þarf að vera greiðandi félagsmaður til Eflingar stéttarfélags.
- Félagsmaður má ekki þegar hafa aðgang að Bara Tala í gegnum sinn laungreiðanda.
- Félagsmaður sem hefur fengið leyfi úthlutað þarf að vera með virka notkun á smáforritinu. Ef engin notkun er í 2 vikur þá áskilur Efling sér rétt til þess að afturkalla leyfið.
Með því að senda inn umsókn samþykkir þú eftirfarandi skilmála:
SMELLA HÉR TIL AÐ SKOÐA SKILMÁLA
Efling – Bara tala: Skilmálar
Félagsmaður samþykkir með umsókn sinni að:
- Efling eigi leyfið að Bara tala smáforritinu.
- Efling úthluti leyfi á félagsmenn ef þeir uppfylla ofangreind skilyrði.
- Efling geti afturkallað leyfi að Bara tala frá félagsmanni án frekari útskýringa.
Efling taki við eftirfarandi upplýsingum:
- Nafn
- Kennitala
- Símanúmer
- Netfang
- Þjóðerni (valkvætt)
- Móðurmál (valkvætt)
- Kyn (valkvætt)
- Vinnustaður
Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til þess að geta staðfest að umsækjandi sé félagsmaður Eflingar og að félagsmaður eigi rétt á að fá leyfi úthlutað. Einnig eru upplýsingarnar notaðar í úrvinnslu tölfræði tengd Bara Tala. Efling birtir aldrei persónugreinanlegar upplýsingar um félagsmann eða félagsmenn í neinni tölfræði um Bara Tala verkefnið.
- Efling tekur við eftirfarandi persónuupplýsingum og deilir þeim með Bara Tala ehf. um þá félagsmenn sem fá úthlutað leyfi:
- Nafn
- Símanúmer og/eða netfang
Þessar persónuupplýsingar eru nauðsynlegar til þess að veita aðgang að Bara Tala smáforritinu. Notkun þessara persónuupplýsinga er bundin við persónuverndarstefnu Bara Tala ehf. sem er aðgengileg HÉR.
- Efling notar gögn félagsmanna til að taka út ópersónugreinanlega tölfræði um verkefnið.