Út er komið nýtt eintak af Kjarafréttum Eflingar (nr. 9). Þar er fjallað um íslenska velferðarríkið í samanburði við hin norrænu velferðarríkin.
Niðurstöður sýna að útgjöld til velferðarríkisins á Íslandi eru minni að vöxtum en á hinum Norðurlöndunum á nær öllum sviðum velferðarmála. Á sumum sviðum munar verulegu. Þetta dregur stórlega úr réttmæti þess að kalla Ísland „norrænt velferðarríki“.
Önnur skrif um efni tölublaðsins:
- „Er heilbrigðiskerfið í góðu lagi?“ – pistill eftir Stefán Ólafsson í Kjarnanum 6. ágúst 2022
- „Ísland tæplega „norrænt velferðarríki““ – frétt á vef Vísis 30. júní 2022.
- „Er Ísland ekki norrænt velferðarríki?“ – Gunnar Úlfarsson hagfræðingur Viðskiptaráðs og Jóhannes Stefánsson lögfræðingur Viðskiptaráðs skrifuðu á vef Viðskiptaráðs.
- „Viðskiptaráð fellur á velferðarprófinu“ – svargrein Stefáns Ólafssonar við grein Gunnars og Jóhannesar hjá Viðskiptaráði.