Komið er út nýtt tölublað af Kjarafréttum Eflingar, sem fjallar um afkomu öryrkja. Of lágur lífeyrir almannatrygginga, of miklar skerðingar og of háir skattar á lágar tekjur lífeyrisþega festa alltof marga örorkulífeyrisþega í fjötrum fátæktar. Öryrki sem aflar sér allt að 200 þúsund króna aukatekjur með atvinnuþátttöku eða með sparnaði í lífeyrissjóðum nær varla endum saman vegna skerðinganna og skattanna.
PDF-útgáfa 7. tölublaðs Kjarafrétta 2022 hér.
„Tvö hundruð þúsund króna tekjur bæti kjör öryrkja afskaplega lítið“ – frétt um efni tölublaðsins á vef Fréttablaðsins 17. maí 2022.