Ólöf Helga Adolfsdóttir er flugmaður að mennt og hefur starfað sem hlaðmaður hjá Icelandair á Reykjavíkurflugvelli í tæp 5 ár. Hún tók við starfi trúnaðarmanns í mars 2018 og hefur á þessum árum látið réttindamál hlaðmanna sig varða, allt þar til að henni var sagt upp fyrir skemmstu.
Ólöf ólst upp í Hafnarfirði og er sú fimmta í röðinni af 8 systkinum. Hún býr ennþá í Hafnarfirði með 15 ára gamalli dóttur sinni og hundinum Whiskey.
Áhugi Ólafar á verkalýðsmálum hófst snemma en faðir hennar var virkur í starfi VR og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið þegar hún var að alast upp. Eftir að Ólöf gerðist trúnaðarmaður á sínum vinnustað hefur áhugi hennar á verkalýðsmálum undið upp á sig og í dag situr Ólöf í bæði í trúnaðarráði Eflingar, stjórn Eflingar og er að auki varamaður í stjórn ASÍ-ung. Þau feðgin hafa því um nóg að tala í fjölskylduboðum.
Ólöf spilaði lengi fótbolta með Haukum og hefur brennandi áhuga á flugi, útivist, ljósmyndun og skot- og stangveiði.