01. maí Kl — 15:00

1 maí Fjölskylduhátíð Eflingar – miðasala er hafin 

— Whales of Iceland/ Fiskislóð 23-25, 101 Reykjavík — 1. maí 2025

Á milli klukkan 15:00 og 17:00, strax að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi, hefst fjölskylduhátíð Eflingar í Hvalasafninu/Whales of Iceland í Fiskislóð 23-25, 101 Reykjavík. 

Í boði verður:

  • Pizzuvagn, hamborgaravagn, DonsDonuts kleinuhringjavagn 🍕🍔🍩
  • Ísvagn 🍧
  • Kandífloss og popp 🍭🍿
  • Kaffi og kökur ☕ 🧁
  • Dj Sunna Ben verður á staðnum 🎶🪩
  • Lúðrasveit kemur og spilar🎺🥁
  • Börn geta fengið andlitsmálningu 🤩
  • Sirkus bregður á leik 🎪🤡
  • Photo booth 📸
  • …og fleira!

Miðinn kostar aðeins 500 kr og allt er innifalið í verði. Hver Eflingarfélagi getur keypt allt að fimm miða. Félagsfólk getur keypt miða á vefverslun Eflingar á Mínum síðum. Athugið að öllum miðunum fylgja armbönd sem veita aðgang á viðburðinn. Armbönd eru sótt á skrifstofu Eflingar fyrir 1 maí. Takmarkaður miðafjöldi í boði svo um að gera að næla sér í miða sem fyrst!