46. þing Alþýðusambands Íslands verður haldið dagana 16.-18 október 2024, á Hótel Reykjavík Nordica. Þingfulltrúar eru samtals 290 talsins og skiptast þeir milli landssambanda og aðildarfélaga í hlutfalli við fjölda félagsmanna. Efling á 52 fulltrúa á þinginu.
Tilnefningum hefur verið lokað og staðfestir þingfulltrúar Eflingar fengið tölvupóst.
Þing Alþýðusambandsins fer með æðsta vald í málefnum sambandsins. Þar fer fram kjör forseta og miðstjórnar auk þess sem lagabreytingar og ályktanir um stefnu sambandsins eru teknar fyrir. Dagskrá þingsins liggur fyrir og má sjá hana auk þingskjala á þingvef.