29. mar Kl — 10:00

Að verða foreldri

— Fosshótel Reykjavík, Þórunnartún 1 — 29. mar 2025

Námskeiðinu er ætlað að búa verðandi foreldra undir þær breytingar sem vitað er að bíður þeirra með tilkomu barns.

Meðal annars verður fjallað um:

  • Að efla tilfinninga- og streitustjórnun
  • Mikilvægi góðra og öruggra tengsla í fjölskyldunni
  • Að efla nánd í parasambandinu
  • Að vita hvert hægt sé að leita eftir stuðningi fyrstu árin

Námskeiðið er fyrir barnshafandi pör sem eiga von á sínu fyrsta barni saman og verður annað þeirra að vera greiðandi félagsmaður í Eflingu stéttarfélagi.

Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku með textatúlkun á milli þessara tungumála og tvítyngdum glærum.

Heppilegur tími fyrir þátttöku er hvenær sem er á meðgöngu. Í lok seinni tímans verða pör leist út með óvæntum glaðningi.

Námskeiðið verður haldið í tvennu lagi laugardagana 29. mars og 12. apríl frá kl 10:00 – 15:30.

Boðið verður upp á morgun- og hádegis hressingu. Námskeiðsgjald er 2.500 kr. og annað foreldrið þarf að vera greiðandi félagsmaður í Eflingu.

Umsjón með námskeiðinu hafa:

Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi 
Gottman Bringing Baby Home & Seven Principles leiðbeinandi
Undanfarna áratugi hefur Ólafur Grétar sérhæft sig í fræðslu og ráðgjöf fyrir pör í barneignarferli.  Einnig hefur hann sinnt fræðslu fyrir verðandi feður hjá Geðheilsumiðstöð barna og hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur og greinarskrifum, m.a.  fyrir Tímarit Geðverndarfélags Íslands. Áður hafði hann unnið á leikskólum erlendis og hérlendis. Ólafur er með stofu í Samskiptastöðinni, Skeifunni 11, Reykjavík.

Margrét Gunnarsdóttir, sálmeðferðarfræðingur MSc og geðsjúkraþjálfari
Sérfræðingur í tengslaeflandi meðferð og áfallameðferð 
Margrét vann lengi sem sjúkraþjálfari en bætti síðan við sig námi í sálrænni meðferð með áherslu á tengsla- og áfallameðferð. Hún hefur unnið á eigin stofu undanfarin ár, bæði með einstaklingum og hópum ásamt því að halda námskeið og sinna kennslu. Um tíma vann hún á Miðstöð foreldra og barna (nú Geðheilsumiðstöð barna HH) og sinnti þar sérhæfðri ráðgjöf fyrir verðandi foreldra og foreldra barna á fyrsta ári. Margrét er nú með stofu í Grænuhlíð- fjölskyldumiðstöð, Sundagörðum 2, Reykjavík.

Ásamt Írisi Dögg Jóhannesdóttur aðst. leikskólastjóra og HighScope kennara

Hér í forminu er hægt að taka frá pláss á námskeiðið, skráning verður staðfest með greiðslu síðar.

Námskeið: Að verða foreldri 29. mars og 12. apríl :: Course: Becoming a parent March 29 and April 12
Staðfesta netfang :: Confirm email :: Potwierdź email
Staðfesta netfang :: Confirm email :: Potwierdź email
Skráning :: Register
Ég samþykki að Efling-stéttarfélag vinni þær upplýsingar sem ég sendi félaginu með eyðublaði þessu í samræmi við persónuverndarstefnu félagsins. :: I consent that Efling Union process the information I send using this form in accordance with the union’s privacy policy.