Sunnudaginn 25. maí næstkomandi verður kaffiboð fyrir Eflingarfélaga 67 ára og eldri haldið í glæsilegum sal í Gullhömrum í Grafarholti. Húsið verður opnað kl 14:00.
Efling stéttarfélag býður gestum upp á kaffi og veitingar auk þess sem hljómsveit spilar fyrir dansi.
Eflingarfélögum er velkomið að bjóða einum gesti með sér.
Hægt verður að nálgast miða mánudaginn 12. maí á skrifstofu Eflingar að Guðrúnartúni 1. Þar sem um takmarkaðan fjölda sæta er að ræða gildir sú regla að fyrstir koma, fyrstir fá. Miðar eru ókeypis. Hver Eflingarfélagi getur sótt 2 miða.