Boðað er til sameiginlegs félags- og trúnaðarráðsfundar í Eflingu stéttarfélagi miðvikudaginn 5. mars næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Fosshoteli Reykjavík, Þórunnartún 1, í salnum Gullfoss og hefst klukkan 18:00.
Húsið opnar klukkan 17:30 með veitingum. Að venju verður textatúlkun milli íslensku og ensku á skjá.
Fundurinn er helgaður samstöðu með ræstingafólki í Eflingu. Ræstingafólk innan Eflingar er því boðið sérstaklega velkomið á fundinn og hvatt til að fjölmenna.
Farið verður yfir þá alvarlegu stöðu sem ríkir í málefnum ræstingarfólks og helstu aðgerðir félagsins vegna fregna um óásættanlegar launalækkanir hjá starfsfólki sumra ræstingafyrirtækja.
Dagskrá:
- Staða ræstingafólks innan félagsins. Umræður.
- Fregnir úr starfi félagsins.
- Önnur mál.
Áætlað er að fundi verði lokið fyrir klukkan 20:00.
Allir félagsmenn eru velkomnir á fundinn en ræstingafólk er sérstaklega hvatt til að mæta. Þau sem vilja skrá sig á fundinn eru beðin um að staðfesta komu með eyðublaðinu hér fyrir neðan.