05. mar Kl — 18:00

Félags- og trúnaðarráðsfundur 5. mars: Samstöðufundur ræstingafólks

— Fosshotel Reykjavík, Þórunnartún 1, í salnum Gullfoss — 5. mar 2025

Boðað er til sameiginlegs félags- og trúnaðarráðsfundar í Eflingu stéttarfélagi miðvikudaginn 5. mars næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Fosshoteli Reykjavík, Þórunnartún 1, í salnum Gullfoss og hefst klukkan 18:00.  

Húsið opnar klukkan 17:30 með veitingum. Að venju verður textatúlkun milli íslensku og ensku á skjá. 

Fundurinn er helgaður samstöðu með ræstingafólki í Eflingu. Ræstingafólk innan Eflingar er því boðið sérstaklega velkomið á fundinn og hvatt til að fjölmenna. 

Farið verður yfir þá alvarlegu stöðu sem ríkir í málefnum ræstingarfólks og helstu aðgerðir félagsins vegna fregna um óásættanlegar launalækkanir hjá starfsfólki sumra ræstingafyrirtækja. 

Dagskrá: 

  1. Staða ræstingafólks innan félagsins. Umræður. 
  2. Fregnir úr starfi félagsins. 
  3. Önnur mál. 

Áætlað er að fundi verði lokið fyrir klukkan 20:00. 

Allir félagsmenn eru velkomnir á fundinn en ræstingafólk er sérstaklega hvatt til að mæta. Þau sem vilja skrá sig á fundinn eru beðin um að staðfesta komu með eyðublaðinu hér fyrir neðan.

05.03.2025 Félagsfundur og trúnaðarráðsfundur – skráning :: Membership- and Delegation Council Meeting – registration :: Posiedzenie Rady Nadzorczej – rejestracja

05.03.2025 Félagsfundur og trúnaðarráðsfundur – skráning :: Membership- and Delegation Council Meeting – registration :: Posiedzenie Rady Nadzorczej – rejestracja

Skráning á trúnaðarráðs- og félagsfund Eflingar – stéttarfélags 5. mars klukkan 18 :: Registration for a Efling Delegate Council and member meeting on March 5th at 6 pm

Fullt nafn / Full name / Imię i Nazwisko członka
Vinnur þú í ræstingum? :: Do you work in cleaning? :: Czy pracujesz w sprzątaniu?
Staðfesting á skráningu verður send á þetta netfang. / Registration confirmation will be sent to this email address. / Potwierdzenie rejestracji zostanie wysłane na ten adres e-mail.
Skrifið netfang aftur til að koma í veg fyrir innsláttarvillur / Re-enter email to prevent typing errors / Powtórz email aby uniknąć błędów w pisowni
Dæmi: vegan, hnetuofnæmi, mjólkurofnæmi, borða ekki svínakjöt o.s.frv. / Example: vegan, nut allergy, milk intolerance, don’t eat pork, etc. / Przykład: weganizm, alergia na orzechy, nietolerancja produktów mlecznych, nie jem wieprzowiny itp.
Staðfesting 05.03.2025 / Confirmation 05.03.2025 / Potwierdzenie 05.03.2025
Ég samþykki að Efling-stéttarfélag vinni þær upplýsingar sem ég sendi félaginu með eyðublaði þessu í samræmi við persónuverndarstefnu félagsins. :: I consent that Efling Union process the information I send using this form in accordance with the union’s privacy policy. *