Námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Námskeiðið er kennt á ensku í fjarnámi og þátttakendur þurfa að hafa góða enskukunnáttu og tæknilega færni til að geta sinnt öllum þáttum námsins.
FYRIRKOMULAG KENNSLU
Tímabil: 3. febrúar til 11. mars
• Kennsla: Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00–12:45
• Vettvangsnám: 2. mars til 5. mars
STAÐSETNING
• Fjarnám (Zoom) og á vinnustöðum
MARKMIÐ
Markmið námskeiðsins er að styrkja jákvætt viðhorf nemenda til starfsins og eigin hæfni, undirbúa nemendur fyrir helstu verkefni starfa í íslenskri ferðaþjónustu, sérstaklega í móttöku og þjónustu við ferðamenn, og efla almenna starfshæfni þeirra. Áhersla er lögð á þekkingu á ferðaþjónustu, þjónustu og samskiptum á vinnustað, sem og staðkunnáttu. Kynning á Íslandi sem áfangastað og áhersla lögð á einstaka náttúru landsins og helstu ferðamannastaði. Einnig er kennd grunníslenska tengd starfi.
Kennt samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Námskeiðið er kennt á ensku.
Sæktu um núna!
https://www.mimir.is/is/nam/namsbrautir/ferdathjonusta-1-og-2
Eflingarfélagar setja inn greiðslukóðann efling15 með umsókn og smella á „Bæta greiðslukóða við umsókn“.
Með notkun kóðans samþykkir félagsmaður að Mímir og Efling skiptist á upplýsingum til að staðfesta iðgjaldagreiðslur félagsmanns í viðkomandi starfsmenntasjóði. Skipst er á þeim upplýsingum með öruggum hætti í samræmi við persónuverndarstefnu Eflingar og Mímis.