13. des Kl — 14:00

Jólaball Eflingar

Gullhamrar — 13. des 2025

Árlegt jólaball Eflingar verður haldið laugardaginn 13. desember í Gullhömrum í Grafarholti kl. 14.00.

Jólasveinar mæta á svæðið, hljómsveit hússins sér um dans og söng í kringum jólatréð og boðið verður upp á veitingar og sætindi.

Miðasala fyrir jólaballið byrjar 26. nóvember og stendur til 5. desember. Miðinn verður á 500 kr stykkið og hægt verður að kaupa miða á vefverslun Eflingar á Mínum síðum. Hver Eflingarfélagi getur keypt allt að fimm miða.