21. sep Kl — 14:00

Matur og menning – skráðu þig og vertu með! 

— Iðnó, Vonarstræti 3, Reykjavík — 21. sep 2025

Efling býður félagsfólki að taka þátt í skemmtilegum og litríkum viðburði, Matur og menning, sem verður haldinn í þriðja sinn sunnudaginn 21. september í Iðnó, Vonarstræti 3, Reykjavík

Á viðburðinum gefst Eflingarfélögum tækifæri til að bjóða upp á rétti úr sínu upprunalandi og deila matarmenningu sinni með öðrum. Félagar Eflingar koma frá 144 mismunandi löndum – þannig að úrvalið lofar góðu! 

Vilt þú taka þátt? 

  • Félagið greiðir efniskostnað gegn framvísun kvittunar. 
  • Efling sér um diska, hnífapör, servíettur og drykki. 
  • Skráningu fyrir matargerð þarf að skila fyrir hádegi 15. september
  • Skráning fer fram í gegnum eyðublaðið hér að neðan. 

Nýtt í ár! 
Við bætum við menningarlegum atriðum – t.d. söng, dansi eða öðru skemmtilegu. Félagar sem vilja taka þátt með atriði geta einnig skráð sig í gegnum eyðublað hér að neðan. 

Dagskrá: 

  • Húsið opnar kl. 14:00 
  • Viðburðurinn stendur til kl. 16:00 
  • Maturinn er á boðstólum án endurgjalds og aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn Eflingar. 

Skráningareyðublað fyrir þá sem ætla að koma með mat eða atriði:  

MaturogMenning_Þatttakendur2025
Veldu borðbúnað sem þarf með matnum (Efling útvegar) :: Pick the items needed to serve the food (provided by Efling) :: Wybierz rzeczy, których potrzebujesz do podania potrawy (zapewnianych przez Efling)
Ég samþykki að Efling-stéttarfélag vinni þær upplýsingar sem ég sendi félaginu með eyðublaði þessu í samræmi við persónuverndarstefnu félagsins. :: I consent that Efling Union process the information I send using this form in accordance with Eflings policy :: Wyrażam zgodę, aby Związek Zawodowy Efling przetwarzał informacje, które przesyłam za pomocą tego formularza, zgodnie z polityką Eflingu.

Frekari upplýsingar verða sendar skráðum þátttakendum þegar nær dregur.