Organizing for Power er námskeið sem kennir okkur hvernig við getum betur skipulagt okkur til þess að vinna meira og vinna betur í þeim baráttum sem skipta okkur mestu máli.
The Core Fundamentals námskeiðið fer fram á netinu í vikulegum lotum yfir 6 fimmtudaga í röð klukkan 17:00 til 19:00 frá 13. febrúar til 20. mars 2025. Við hittumst í félagsheimili Eflingar á fjórðu hæð í Guðrúnartúni 1 og tökum þátt í námskeiðinu ásamt þúsundum annarra!
Virkir félagar í Eflingu eru eindregið hvattir til að taka þátt í þessu spennandi námskeiði.
Við munum hafa mat og skemmta okkur saman í námi og valdeflingu!
Námskeiðið byggir á starfi og reynslu hinnar frábæru Jane McAlevey. Hún lést í sumar. Horfið á síðasta opinbera ávarp hennar þar sem hún útskýrir mikilvægi og gildi þessa námskeiðs.
Tímasetningar námskeiðsins:
- Fimmtudaginn 13. febrúar kl 17:00
- Fimmtudaginn 20. febrúar kl 17:00
- Fimmtudaginn 27. febrúar kl 17:00
- Fimmtudaginn 6. mars kl 17:00
- Fimmtudaginn 13. mars kl 17:00
- Fimmtudaginn 20. mars kl 17:00