Kennslutímabil: 26. janúar til 15. apríl 2026
Kennsludagar: Mánudagar, þriðjudagar og miðvikudagar kl. 12:40–16:00.
Námskeiðin eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. Þátttakendur þurfa að ljúka fyrra námskeiðinu til þess að halda áfram á því seinna. Meðal námsþátta eru aðstoð og umönnun, skyndihjálp, sjálfstyrking og samskipti, líkamsbeiting og fleira. Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í félagsliðabrú. Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa við heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.
FULLBÓKAÐ – skráning í næsta námskeið hefst 27.janúar
Námið er ætlað Eflingarfélögum sem vinna við umönnun. Starfsmenntasjóðir Eflingar greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir félaga sem starfa hjá opinberum launagreiðendum. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spuringum um umsóknarferlið:
Eflingarfélagar setja inn greiðslukóðann efling15 með umsókn og smella á „Bæta greiðslukóða við umsókn“.
Með notkun kóðans samþykkir félagsmaður að Mímir og Efling skiptist á upplýsingum til að staðfesta iðgjaldagreiðslur félagsmanns í viðkomandi starfsmenntasjóði. Skipst er á þeim upplýsingum með öruggum hætti í samræmi við persónuverndarstefnu Eflingar og Mímis.