Kjarasamningar við Reykjavíkurborg – Kröfugerð að mótast

13. 09, 2005

Samninganefnd er nú að leggja línurnar fyrir væntanlega kröfugerð sem verður lögð fyrir Reykjavíkurborg innan skamms.  En sem kunnugt er óskaði Reykjavíkurborg eftir því að flýta gildistöku nýs kjarasamnings fram til 1. október sem annars átti að vera um mánaðamótin nóvember/desember.

Það var samstilltur hópur með skýr markmið sem mætti til leiks seinnipartinn í gær þar sem línur voru lagðar fyrir kröfugerð sem afhent verður Reykjavíkurborg á næstunni. Ljóst er að höfuðáhersla verður lögð á launaliðinn, en auk þess kom fram að endurskoða þyrfti ýmis réttindamál, svo sem lífeyrissjóðsréttindi, orlofsréttindi og starfsmenntamál.