Gríðarleg þátttaka á kvennafrídegi

25. 10, 2005

Það var mögnuð stemmning í miðbæ Reykjavíkur á kvennafrídaginn 24. okt. þegar yfir 50 þúsund einstaklingar mótmæltu launamun og misrétti milli kynja. Skrifstofum Eflingar var lokað kl. 14:08 og fóru starfsmenn allir í kröfugöngu niður Skólavörðustíg og niður á Ingólfstorg. Meðfylgjandi mynd er lýsandi fyrir þá gleði og von sem bærðist með fundarmönnum – sjaldan hafa svo mörg hjörtu slegið í takt á Íslandi, og nú þarf að standa við stóru orðin!