Dagsbrúnarfyrirlesturinn 2005

15. 11, 2005

Laugardaginn 19. nóvember
Dagsbrúnarfyrirlesturinn 2005

Dagsbrúnarfyrirlesturinn í ár er helgaður hnattvæðingu og þróun hennar. Fyrirlesari verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.  Erindi sitt nefnir hún: Íslenskt launafólk á tímum alþjóðavæðingar.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hnattvæðinguna og þróun hennar. Fjallað verður um efnahagslegt og pólitískt vald alþjóðlegra viðskiptablokka á tímum hnattvæðingar og áhrif þeirra á stefnumótun og umræðu á vettvangi stjórnmálanna. Rætt verður um nýfrjálshyggjuna sem afsprengi viðskiptalegra hagsmuna stórfyrirtækjanna og hvernig hún hefur vegið að jöfnuði og jafnrétti milli þjóða og innan þjóða. Þá verður fjallað um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og nýta hnattvæðinguna í þágu launafólks og þeirra sem eiga undir högg að sækja í heiminum í dag.

Að afloknum fyrirlestri verður gestum boðið að skoða Bókasafn Dagsbrúnar og þiggja þar léttar veitingar.
Staður og stund: Kl. 15:00 laugardaginn 19. nóvember 2005  í ReykjavíkurAkademíunni , 4. hæð, JL húsinu, Hringbraut 121, Reyjkavík. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dagsbrúnarfyrirlesturinn er samvinnuverkefni Bókasafns Dagsbrúnar, ReykjavíkurAkademíunnar og Eflingar -stéttarfélags.