Það var glæsilegur fulltrúi Eflingar sem flutti ræðu á útifundinum á kvennafrídaginn. Kristrún B. Loftsdóttir Eflingarfélagi og starfsmaður á leikskólanum Barónsborg flutti ávarp á fundinum og brýndi konur til dáða í baráttunni fyrir jafnrétti meðal kynja.