Útskrift Eflingarfélaga í eldhúsum og mötuneytum

Glæsilegur hópur Eflingarfélaga sem starfa á eldhúsum og mötuneytum útskrifaðist nú í  lok nóvember af Fagnámskeiði frá Matvælaskólanum í Kópavogi. Efling tók nýverið upp samstarf við Sæmund Fróða sem er fræðslusetur Matvæla- og veitingamanna og Matvælaskólans í Kópavogu vegna þessara fagnámskeiða og fást þau nú metin til eininga í áframhaldandi nám við skólann.  Meðfylgjandi mynd er frá útskriftinni og voru nokkrir nemendur þegar staðráðnir í því að halda áfram námi við hinn glæsilega Matvælaskóla í Kópavogi.