Kjarasamningur við Reykjavíkurborg

13. 12, 2005

Mikill meirihluti félagsmanna Eflingar samþykkir samninginn

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Reykjavíkurborg er nú lokið og hafa atkvæði jafnframt verið talin.

Á kjörskrá voru 1922 manns og þar af greiddu 694 atkvæði.

659 sögðu já eða 95%

35 sögðu nei eða 5%

Samningurinn var því samþykktur af hálfu félagsmanna Eflingar með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða.