Nýr heimur fyrir lesblinda

Aftur í nám besta tækifærið

Nýr heimur fyrir lesblinda

Nú hefur nýr hópur útskrifast af námskeiðinu „Aftur í nám“ sem er fyrir fólk sem glímir við lesblindu eða lestrarörðugleika. Þessi námsleið hefur vakið mikla athygli og nú er biðlisti á hvert námskeið. Þetta er afar mikilvægt námstæki fyrir fólk sem er að glíma við lesblindu eða lestrarörðugleika.

Mímir-símenntun hefur staðið að þessu námi í um tvö ár og aðsóknin sífellt að aukast. Æ fleiri félagsmenn í Eflingu hafa leitað eftir þessu tækifæri og er þeim vísað á þær leiðir sem standa þeim til boða.

Óhætt er að fullyrða að ekkert stéttarfélag hefur staðið jafn vel að þessu máli og Efling.

Við óskum þessu nýja hóp til hamingju með árangurinn en nýr hópur kemst í námið eftir áramót.