Samningurinn við borgina

Fær góðar móttökur félagsmanna

Nýr kjarasamningur Eflingar-stéttarfélags við Reykjavíkurborg hefur fengið góðar móttökur félagsmanna. Á fundum sem haldnir hafa verið í gær og í dag hafa undirtektir félagsmanna verið mjög jákvæðar og margir greitt atkvæði. M.a. sendu starfsmenn eins leikskóla borgarinnar, Leikskólanum Klömbrum við Háteigsveg Eflingu hamingjuóskir   með frábæran árangur og með góðan samning.

Alls hafa á þriðja hundrað félagsmenn komið á kynningarfundi um samninginn og   greitt atkvæði að fundinum loknum.   Um er að ræða starfsmenn á leikskólum, í grunnskólum, í sorphirðu og hjá garðyrkju- og tæknisviði.

Á mánudag verður kynningarfundur fyrir velferðar og þjónustusvið kl. 16.30 í Kiwanishúsi.

Þeir sem ekki hafa komist á fyrri fundi eru velkomnir í Kiwanishúsið á mánudaginn.