Select Page

Glæsileg tilboð

Eflingarfélagar áfram í Borgarleikhúsið

Á vorönn verður nýtt tilboð sent út til þeirra félagsmanna sem ekki fengu sent tilboð síðasta haust. Það er orðinn árviss atburður að Borgarleikhúsið og Efling-stéttarfélag bjóði félagsmönnum Eflingar-stéttarfélags upp á frábær tilboð á miðaverði í leikhús. Mörg skemmtileg og áhugaverð verk eru sýnd í Borgarleikhúsinu á vorönn og er vonast til að sem flestir Eflingarfélagar geti notað þetta kostaboð leikhússins.
Að þessu sinni kosta miðar fyrir Eflingarfélaga kr. 1.300.- en almennt verð er 2.900.-.
Það hefur verið jöfn og þétt aukning félgsmanna Eflingar á sýningar Borgarleikhússins eftir því sem fólk kynnist betur leikhúsinu og þeirri skemmtun sem hafa má af því að bregða sér í leikhúsið án þess að það kosti allt of mikið hverju sinni.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere