Eflingarfélagar áfram í Borgarleikhúsið

11. 01, 2006

Glæsileg tilboð

Eflingarfélagar áfram í Borgarleikhúsið

Á vorönn verður nýtt tilboð sent út til þeirra félagsmanna sem ekki fengu sent tilboð síðasta haust. Það er orðinn árviss atburður að Borgarleikhúsið og Efling-stéttarfélag bjóði félagsmönnum Eflingar-stéttarfélags upp á frábær tilboð á miðaverði í leikhús. Mörg skemmtileg og áhugaverð verk eru sýnd í Borgarleikhúsinu á vorönn og er vonast til að sem flestir Eflingarfélagar geti notað þetta kostaboð leikhússins.
Að þessu sinni kosta miðar fyrir Eflingarfélaga kr. 1.300.- en almennt verð er 2.900.-.
Það hefur verið jöfn og þétt aukning félgsmanna Eflingar á sýningar Borgarleikhússins eftir því sem fólk kynnist betur leikhúsinu og þeirri skemmtun sem hafa má af því að bregða sér í leikhúsið án þess að það kosti allt of mikið hverju sinni.