Orlofsávísanirnar vinsælar

11. 01, 2006

Orlofsávísanirnar vinsælar

Hugaðu strax að þeim!

Skilyrði fyrir því að fá ávísun er að hafa verið í samfelldri greiðslu til félagsins s.l. 12 mánuði en eiga þó að lágmarki 48 punkta í orlofskerfi félagsins. Það jafngildirsamtals tveggja ára punktasöfnun.
Punktafrádrag vegna ávísunar er 12 punktar.
Uppfylli umsækjandi þær kröfur fær hann úthlutað og senda ávísun eða getur sótt meðan þær eru til en útgáfa þeirra er takmörkuð á hverju ári.
Rétthafi getur notað ávísunina sem greiðslu og þarf hann að framselja hana til þjónustuaðila.
Ekki er hægt að fá úthlutað orlofshúsi og/eða ávísun á sama árinu. Aðeins ein úthlutun á mann!
Ávísanir gilda ekki sem greiðsla fyrir sumarhús eða í ferðir á vegum félagsins.