Orlofsávísunin

11. 01, 2006

Orlofsávísunin

Margir möguleikar!

Nú í upphafi nýs árs eru margir þegar farnir að huga að ferðalögum og frítíma sínum þó enn sé hávetur.

Ferðabæklingar og tilboð um sól og sælu streyma til fólks jafnvel fyrir áramót og ekki seinna vænna að festa sér ferð í tíma. Þá kemur að því að nýta sér orlofsávísunina sem svo margir hafa gert síðustu ár.

Nú þegar liggur það fyrir að flestir ferðaþjónustuaðilar innanlands munu verða í samstarfi við Eflingu stéttarfélag um orlofsávísanir á þessu ári.

Ávísunin gildir sem greiðsla fyrir flesta þá þjónustu sem þeir aðilar veita. Um undantekningar og sérskilmála getur þó verið að ræða í einhverjum tilvikum. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér vel þá skilmála sem gilda um notkun ávísunarinnar hjá einstökum aðilum.

Eftirtaldir aðilar hafa gert samning við Eflingu um að taka við orlofsávísunum sem greiðslu upp í þá þjónustu sem keypt er af þeim á árinu 2006:

Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar tekur á móti orlofsávísunum sem greiðslu í hópferðir árið 2006. Farið er m.a. til Prag, Búdapest og Berlínar. Nánari upplýsingar á heimasíðunni  www.gjtravel.is og í síma 511 1515.

Icelandair tekur á móti orlofsávísunum sem greiðslu í pakkaferðir til Evrópu og Ameríku þar sem Icelandair býður upp á flug og gistingu og flug og bíl.  Einnig verður um nokkrar sérferðir að ræða.

Ef pantað er á vefnum þá þarf að taka fram í ákveðnum reit að greitt sé með orlofsávísun.

Nánari upplýsingar á vefnum, www.icelandair.is og í síma 505 0300

Sumarferðir taka á móti orlofsávísunum Eflingar sem greiðslu í pakkaferðir ferðaskrifstofunnar. Orlofsávísanir verður hægt að nota í allar ferðir á vegum Sumarferða á árinu 2006. Nánari upplýsingar á vefnum, www.sumarferdir.is og í síma 575 1515.

Útivist tekur á móti orlofsávísunum sem greiðslu í ferðir félagsins sem kosta yfir 12.000 kr. árið 2006. Nánari  upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 562 1000 og www.utivist.is

Ferðaskrifstofan Terra Nova Sol tekur við orlofsávísun í allar auglýstar pakkaferðir með leiguflugi árið 2006. Um er að ræða ferðir m.a. til Portúgal, Barcelona og Salou á Spáni, Kýpur, Flórída, sumarhús í Hollandi auk fjölda annarra áfangastaða. Nánari upplýsingar í síma 591 9000 og á www.terranova.is

Ferðaskrifstofan Plúsferðir tekur við orlofsávísun í allar sólarlandaferðir með leiguflugi árið 2006. Áfangastaðir eru m.a. Benidorm, Mallorca, Krít og Tyrkland. Einnig leiguflugsferðir til Billund í Danmörku. Leitið nánari upplýsinga í síma 539 2100 og á www.plusferdir.is

Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn tekur á móti orlofsávísunum sem greiðslu í allar sólarlandaferðir með leiguflugi árið 2006. Úrval Útsýn býður ferðir til Kanaríeyja fram yfir páska og aftur næsta haust. Páskaferðir, vorferðir og ferðir fyrir eldri borgara bjóðast til Portúgal, Mallorka, Krítar, Benidorm og Costa del Sol. Nánari upplýsingar í síma 585 4000 og á www.urvalutsyn.is

Smyril Line Ísland tekur orlofsávísanir sem greiðslu upp í ferðir með Ms. Norrænu til Færeyja, Hjaltlands, Noregs og Danmerkur. Norræna siglir nú allt árið til Seyðisfjarðar. Upplýsingar á skrifstofu að Sætúni 8, sími 570 8600.

Ferðaþjónusta bænda tekur við orlofsávísunum vegna gistingar og annarrar þjónustu sem veitt er á hverjum stað. Yfir 120 bæir eru innan vébanda ferðaþjónustunnar um allt land. Ýmsir flokkar gistinga er í boði. Nánari upplýsingar má fá í síma 570 2700 eða á www.farmholidays.is

Flugleiðahótel reka tvær hótelkeðjur, Icelandair hótelin og Hótel Eddu. Í ár taka hótelin við orlofsávísunum Eflingar. Iceandair hótelin eru átta heilsárshótel í Reykjavík, á Suðurlandi og á Austurlandi.

Í Hótel Eddu keðjunni eru alls 15 sumarhótel (tveggja til þriggja stjörnu)  hringinn í kringum landið. Flest eru starfrækt í skólum og ýmsa þjónustu að fá þar.

Athugið að ýmis sértilboð og takmarkanir geta verið í gildi. Yfirleitt þarf að panta með fyrirvara. Nánari upplýsingar í síma 505 0910. Sjá nánar á  www.icehotels.is og hoteledda.is.

Fosshótel er keðja 13 hótela um allt land. Orlofsávísun gildir til að greiða fyrir gistingu (ekki fyrir mat og drykki) og gildir ekki með öðrum tilboðum.

Athugið að ýmis sértilboð og takmarkanir geta verið í gildi. Yfirleitt þarf að panta með fyrirvara. Upplýsingar eru veittar í síma 562 4000. Sjá einnig á bokun@fosshotel.is og www.fosshotel.is

Ferðaskrifstofan Heimsferðir tekur á móti orlofsávísunum sem greiðslu í allar pakkaferðir á vegum ferðaskrifstofunnar. Frekari upplýsingar í síma 5951000 og á netinu sala@heimsferdir.is og www.heimsferdir.is

Takmarkaður fjöldi ávísana

Í ár verða gefnar út 800 ávísanir, en samkvæmt reynslu síðustu ára á sá fjöldi að fara langt með að fullnægja eftirspurninni.

Ávísunin gildir almanaksárið, gildir sem sagt til áramóta og ógildast eftir það.

Þeir félagsmenn sem vilja sækja um ávísun þurfa að hafa samband við skrifstofu félagsins.

Þessi kostur er kjörinn fyrir þá sem ekki hafa átt þess kost að dvelja í orlofshúsunum en vilja nýta réttindi sín í orlofssjóðnum með öðrum hætti.