Þröngt á leikskólabrúnni

26. 01, 2006

Þröngt á leikskólabrúnni

Það var heldur betur þröngt á þingi eða öllu heldur leikskólabrúnni í fræðslumiðstöð Eflingar um kvöldið þegar nýtt nám í Leikskólabrú fyrir starfsmenn á leikskólum hófst. Um fimmtíu starfsmenn leikskólanna sem lokið hafa fagnámskeiðum fyrir leikskóla og er orðið 22 ára eru að hefja námið. Hulda Ólafsdóttir og Björn Hafberg sjást hér á myndinni leiðbeina nemendum í tvo hópa en aðsóknin var framar öllum vonum. Um 50 manns hófu námið að þessu sinni.

Fara á fræðslusíður