Efling styður Framtíð í nýju landi

28. 04, 2006

Hildur Jónsdóttir, Sigurður Bessason, An Dao Tran, Fjóla Jónsdóttir og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir á aðalfundi Eflingar við afhendingu styrkveitingar til Framtíðar í nýju landi

Efling styður Framtíð í nýju landi

Á aðalfundi Eflingar 27. apríl afhenti Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir 1. varaformaður Eflingar An Dao Tran og Hildi Jónsdóttur frá verkefninu Framtíð í nýju landi einnar milljón króna styrk frá Eflingu-stéttarfélagi en verkefnið miðar að því að styðja við unga Vietnama til að bæta menntun sína og stöðu í atvinnulífnu.  Hildur Jónsdóttir þakkaði styrkinn og sagði að leitað hefði verið til Eflingar vegna þess góða starfs sem Efling hefur unnið að menntamálum útlendinga, en frumkvæði að verkefninu hefði An Dao Tran átt þegar landar hennar leituðu til hennar eftir aðstoð til að byggja upp menntun sína og stöðu í nýju landi.

Þórunn sagði að leitað hefði verið til Eflingar um að taka þátt í þessu verkefni og tók stjórn Fræðslusjóðs  ákvörðun um að styðja verkefnið Framtíð í nýju landi um kr. eina milljón króna á árinu 2006 og yrði Efling þar með aðili að þessu verkefni.

Efling óskar verkefnisstjórn velfarnaðar í störfum á næstu misserum og við hlökkum til að ganga til samstarfs um þetta mikilvæga verkefni, sagði hún. Þórunn hefur tekið þátt í undirbúningi starfsins en nú hefur Fjóla Jónsdóttir verður skipuð sem fulltrúi Eflingar í verkefninu..