Hjúkrunarheimilin

19. 04, 2006

Hjúkrunarheimilin

Sömu kjör og í Reykjavíkurborgarsamningi

Á fundi sem haldinn var með viðræðunefnd starfsmanna hjúkrunarheimila og SFH þriðjudaginn 18. apríl var farið yfir meginatriði og fyrirkomulag í viðræðum aðila framundan. Niðurstöður voru helstar þær að hafa til hliðsjónar við samningsgerðina kjarasamning Reykjavíkurborgar og Eflingar og nýlega yfirlýsingu Launanefndar sveitarfélaga. Vinna er hafin við útreikninga miðað við þessar samningsforsendur til samanburðar.  Það kom skýrt fram af hálfu viðræðunefndar Eflingar-stéttarfélags að krafa starfsmanna hjúkrunarheimilanna hefur allan tímann verið að ná sömu kjörum og samið var um við Reykjavíkurborg.

Næsti fundur aðila verður á föstudag í húsi ríkissáttasemjara.