Select Page

Skrifað undir kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur

Með nýjum kjarasamningi var lögð sérstök áhersla á að hækka grunnlaun ákveðinna faghópa en launahækkanir vega þyngst í upphafi samningstímans.  Til framtíðar skiptir hækkun lífeyrisframlags miklu máli fyrir starfsmenn Orkuveitunnar.  Fjölmörg önnur atriði áunnust í þessum samningi sem verður kynntur nánar fyrir starfsmönnum Orkuveitunnar á morgun 17. maí.

Eftir talsvert langt samningsþóf var skrifað undir samning við Orkuveitu Reykjavíkur í Karphúsinu um sjöleytið í gærkvöldi 15. maí 2006.

Samningurinn er til ríflega tveggja ára eða með gildistíma frá 1. desember 2005 til 31. mars 2008.

Upphafshækkun grunnlauna er að meðaltali tæp 14% en sérstök áhersla var lögð á að hækka grunnlaun ákveðinna faghópa en þá tekur einnig ný launatafla gildi með 5 lífaldursþrepum og 2,5% á milli þrepa. 

Þá eru starfsaldursflokkar samtals 4 eða tveir eftir 1 árs starfsaldur og aðrir tveir til viðbótar eftir 2 ár í starfi.

Framlag Orkuveitunnar í lífeyrissjóð fer í 10,25% 1. janúar 2006 og 11,5% 1. janúar 2007.  Þá mun Orkuveitan áfram greiða 2% í séreignarsjóð á móti 2% framlagi launamanns.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá Orkuveitunni á morgun miðvikudaginn 17. maí og samhliða borinn undir atkvæði. 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere