Skrifað undir kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur

16. 05, 2006

Skrifað undir kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur

Með nýjum kjarasamningi var lögð sérstök áhersla á að hækka grunnlaun ákveðinna faghópa en launahækkanir vega þyngst í upphafi samningstímans.  Til framtíðar skiptir hækkun lífeyrisframlags miklu máli fyrir starfsmenn Orkuveitunnar.  Fjölmörg önnur atriði áunnust í þessum samningi sem verður kynntur nánar fyrir starfsmönnum Orkuveitunnar á morgun 17. maí.

Eftir talsvert langt samningsþóf var skrifað undir samning við Orkuveitu Reykjavíkur í Karphúsinu um sjöleytið í gærkvöldi 15. maí 2006.

Samningurinn er til ríflega tveggja ára eða með gildistíma frá 1. desember 2005 til 31. mars 2008.

Upphafshækkun grunnlauna er að meðaltali tæp 14% en sérstök áhersla var lögð á að hækka grunnlaun ákveðinna faghópa en þá tekur einnig ný launatafla gildi með 5 lífaldursþrepum og 2,5% á milli þrepa. 

Þá eru starfsaldursflokkar samtals 4 eða tveir eftir 1 árs starfsaldur og aðrir tveir til viðbótar eftir 2 ár í starfi.

Framlag Orkuveitunnar í lífeyrissjóð fer í 10,25% 1. janúar 2006 og 11,5% 1. janúar 2007.  Þá mun Orkuveitan áfram greiða 2% í séreignarsjóð á móti 2% framlagi launamanns.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá Orkuveitunni á morgun miðvikudaginn 17. maí og samhliða borinn undir atkvæði.