Spennandi Ítalíuferð

Spennandi Ítalíuferð

Nokkur sæti laus

Vegna forfalla eru nokkur sæti laus í seinni Ítalíuferð Eflingar. Þetta er spennandi ferð þar sem stefnan er tekin á Gardavatnið en þaðan er boðið upp á skemmtilegar dagsferðir til Verona og Feneyja. Það er ævintýraleg fegurð sem bíður ferðalanga Eflingar í þýsku Ölpunum. Ef þú ert ekki búin/n að bóka dagana 13.-20. júní þá er tækifærið núna að gera eitthvað mjög skemmtilegt í fríinu snemma sumars.

Það er bókað á skrifstofu Eflingar-stéttarfélags í síma 510 7500.