Borholan virkjuð

11. 07, 2006

Hvammur í Skorradal

Borholan virkjuð

Í haust verður hafist handa við að dæla heitu vatni úr borholu sem Efling lét vinna í Hvammi í Skorradal fyrir nokkrum árum. Vatnið verður notað til upphitunar á íbúðarhúsinu og heitum potti sem verður komið fyrir á palli við húsið. Verður Hvammur því ekki í vetrarleigu fyrr en þessum framkvæmdum er að fullu lokið.