Select Page


Í leikhús í vetur???

Efling í Borgarleikhúsinu

Á haustin og um áramót eru sendir út tilboðsmiðar til félagsmanna um leikhúsmiða á sérkjörum sem Efling hefur samið við leikhúsið um. Mörg hundruð félagsmenn hafa nýtt sér tilboðin vor og haust og hefur verið mikil ánægja með þetta samstarf af beggja hálfu.
Efling-stéttarfélag hefur verið í samstarfi við Borgarleikhúsið í nokkur ár um að bjóða félagsmönnum Eflingar-stéttarfélags afsláttarverð á leikhúsmiðum. Efling hefur greitt niður miðana á móti og þannig hefur verið hægt að bjóða leikhúsmiða á mjög góðu verði.
Félagsmenn eiga nú von á sendingu inn um lúguna. Það hefur komið fram í samtölum fólks við Borgarleikhúsið að fólk er afar ánægt með þetta samstarf sem snýst um að bjóða fleira fólki en áður að njóta góðrar leiklistar.
Fullt af spennandi verkum verða í boði í vetur og hægt er að kynna sér þau á netinu www.borgarleikhus.is

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere