Efling í Borgarleikhúsinu

12. 09, 2006


Í leikhús í vetur???

Efling í Borgarleikhúsinu

Á haustin og um áramót eru sendir út tilboðsmiðar til félagsmanna um leikhúsmiða á sérkjörum sem Efling hefur samið við leikhúsið um. Mörg hundruð félagsmenn hafa nýtt sér tilboðin vor og haust og hefur verið mikil ánægja með þetta samstarf af beggja hálfu.
Efling-stéttarfélag hefur verið í samstarfi við Borgarleikhúsið í nokkur ár um að bjóða félagsmönnum Eflingar-stéttarfélags afsláttarverð á leikhúsmiðum. Efling hefur greitt niður miðana á móti og þannig hefur verið hægt að bjóða leikhúsmiða á mjög góðu verði.
Félagsmenn eiga nú von á sendingu inn um lúguna. Það hefur komið fram í samtölum fólks við Borgarleikhúsið að fólk er afar ánægt með þetta samstarf sem snýst um að bjóða fleira fólki en áður að njóta góðrar leiklistar.
Fullt af spennandi verkum verða í boði í vetur og hægt er að kynna sér þau á netinu www.borgarleikhus.is